Fimmtudagur, 17. október 2013
Ólafur, Ólafur og Ólafur misskilja lýðræðið
Ólafar eru fyrirferðarmiklir í íslenskri þjóðmálaumræðu. Þrír þeirra átta sig ekki á því hvernig lýðræðið gengur fyrir sig. Þeir virðast ekki átta sig á því að gangur lýðræðisins er sá að þar ráða kosningar, stefnur og samningar. Ekki óljósar skoðanakannanir eða óljós ummæli fáeinna manna.
Í þessu bloggi er ekki stefnan að ræða um einstaklinga. Ólafarnir þrír eru hins vegar engir venjulegir einstaklingar. Þeir eru nánast eins konar stofnanir í íslensku samfélagi sem birta skoðanir sínar stórum hluta landsmanna reglulega. Áhrif þeirra eru umtalsverð.
Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson eru mikilsmetnir álitsgjafar í morgunþætti Bylgjunnar. Þeir fara jafnan mikinn og hafa skýrar skoðanir á öllu á milli himins og jarðar, eru áheyrilegir og geta verið skemmtilegir. Oft hitta þeir naglann á höfuðið. Í morgun sýndu þeir hins vegar að þeir skilja ekki hvernig lýðræðið gengur fyrir sig. Það er kannski ekki að búast við því þegar þeir þurfa að hafa skoðanir á svo mörgum málum að þeir geti sett sig inn í öll mál og hugsað allt í þaula. Þeir eiga eftir að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn hefur engin loforð gefið um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram við ræðum við ESB.
Staðreynd málsins er þessi: Æðstu samkundur stjórnarflokkanna samþykktu þá stefnu að gera skyldi hlé á viðræðum við ESB og þær skyldu EKKI teknar upp NEMA að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ENGIN STEFNA um að taka upp þessar viðræður að nýju. Stefnuskrá flokkanna fyirr kosningar endurspeglaði þessa niðurstöðu og hún er meitluð í stein í stjórnarsáttmálanum.
Bylgju-Ólafarnir reyna að halda því að þjóðinni að ríkisstjórnin sé að ganga gegn vilja þjóðarinnar ef hún lætur ekki halda atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðunum áfram, en mjög leiðandi spurningar í nýlegri könnun leiddi í ljós að fólk er alveg til í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu jafnvel þótt mikill meirihluti sé á móti því að Ísland gangi í ESB.
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins gengur sömu braut og nafnar hans tveir. Hann reynir auk þess að halda því fram að það sé eðlilegt að meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild því hún viti ekkert hvað felst í mögulegum samningi við ESB. Þarna hefur Ólafur rangt fyrir sér. Hann er búinn að upplýsa landsmenn um það í áratugi, allt frá því hann var í stjórn áhugasamtaka um inngöngu í ESB, hvers konar fyrirbæri ESB er. Íslendingar hafa verið að kynna sér Evrópusambandið í áratugi. Á síðasta kjörtímabili voru tugir starfsmanna launaðir af ESB við að upplýsa Íslendinga um ESB. Þess vegna vita Íslendingar mætavel hvað ESB er og hvernig það vinnur. Það er alltént ekki hægt að halda því fram að upplýsingar hafi skort og að ekki hafi verið varið fé í upplýsingamiðlun. Það hefur nánast allt verið gert til þess að koma ,,réttum" upplýsingum til landsmanna. Ólafur Stephensen hefur svo séð til þess sem ritstjóri í áraraðir að matreiða þessar upplýsingar að hætti heitustu fylgismanna aðildar að ESB.
Svokallaðar aðildarviðræður voru aðlögunarviðræður eins og oft hefur verið minnt á. Aðferð samninganna er sú að umsóknarríki fær ekki aðild fyrr en það er búið að aðlaga sig að regluverki ESB. Viðræður við ESB eru því ekki viðræður um samning heldur ferli aðlögunar að kröfum ESB.
Það er svo ákaflega einkennilegt innlegg hjá stækkunarstjóra ESB að samningur við Íslendinga hafi nánast legið fyrir. Hvers vegna gafst þá fyrrverandi ríkisstjórn upp á aðlögunarviðræðunum hálfu ári fyrir kosningar. Hvers vegna tókst ekki að klára málið á einu kjörtímabili, fjórum árum, eftir að forsvarsmenn Samfylkingar voru búnir að segja að þetta ætti ekki að taka nema 12-18 mánuði?
Gangur lýðræðisins ætti að vera nokkuð skýr. Íslensk þjóð lætur ekki hafa sig aftur út í þá lýðræðislegu mótsögn að vera á móti inngöngu í ESB en heimila inngöngu í skrefum með því aðlögunarferli sem svokallaðar viðræður fela í sér.
Hægt er að fræðast betur um vinnuaðferð ESB hér:
http://ec.europa.eu/.../steps-towards-joining/index_en.htm
Sjá einnig hér:
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1320836/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 213
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1991
- Frá upphafi: 1183194
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 1743
- Gestir í dag: 169
- IP-tölur í dag: 167
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.