Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og sögufalsanir ESB-aðildarsinna

SigmundurÞað voru athyglisverð ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Bylgjunni í morgun að sumir hópar og fjölmiðlar séu að reyna að endurhanna raunveruleikann, þ.e. að falsa hann. Hann tiltók sem dæmi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.

Sigmundur kom þarna inn á það sem kalla má spunameistara í fjölmiðlum. Þeir eru margir og sumir hverjir ansi góðir. Eins og Sigmundur nefndi er algengt að slíkir spunameistarar reyni að hanna atburðarás. Hins vegar er það nýtt, sagði Sigmundur, að þessir aðilar eru að reyna að endurhanna raunveruleikann í huga fólks. Og þeim virðist hafa tekist þokkalega upp því þeim er trúað á ýmsum stöðum.

Dæmi um þetta er hvernig nokkrir fjölmiðlar og hópar hafa reynt að endurhanna það sem raunverulega stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um ESB-málið. Þessir hópar hafa reynt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lofað þjóðaratkvæði um áframhald viðræðnanna.

Ýmsir virðast trúa þessu og halda fram þessari firru í tíma og ótíma, svo sem heyra má oft í umfjöllun RUV og 365 miðla.

Þessir hópar og fréttamenn virðast hins vegar ekki hafa lesið stjórnarsáttmálann né þær samþykktir flokkanna sem hann byggir á.

Ríkisstjórnin hefur hvergi lofað þjóðaratkvæði - eins og margoft hefur verið sýnt fram á á þessari bloggsíðu.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lofaði ekki þjóðaratkvæðagreiðslu - og það gerði flokksþing Framsóknarflokksins ekki heldur.

Stjórnin og flokkarnir eru á móti aðild að ESB. Ríkisstjórnin er á móti aðild að ESB. Ríkisstjórnin lofaði að gera hlé á viðræðum við ESB. Hún lofaði einnig að taka saman skýrslu um stöðu viðræðna.

Síðan segir ríkisstjórnin, Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn, þ.e. æðstu samkundur þeirra:

Fari svo (ólíklega má bæta við) að halda eigi áfram viðræðum verður það ekki gert NEMA að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta hefur orðið í munni sumra fjölmiðlamanna og ESB-sinna að loforði stjórnarinnar eða einstakra ráðherra um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þessum aðilum virðist hafa orðið nokkuð ágengt í þessari sögufölsun sinni.

Þetta er náttúrulega verulegt umhugsunarefni - og mjög athyglisvert af Sigmundi Davíð að benda á þessar skipulögðu tilraunir ýmissa til að endurhanna veruleikann - þ.e. falsa söguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband