Leita í fréttum mbl.is

Evrufræði - lexía númer þrjú

Það er eins og evrusinnar haldi stundum að það sé aðeins ein hlið á hverri mynt. Þeir tönnlast á því að útflutningur hafi ekki aukist nægjanlega og í takt við gengissig krónunnar gagnvart viðskiptamyntum. Það verður að hugsa bæði um debet og kredit. Sjálfstæð króna gerði það að verkum að jafnvægi komst á við útlönd, bæði vegna aukinna útflutningstekna, en auðvitað ekki síst vegna minni innflutnings.

Þannig nægir ekki, eins og evrusinnum er gjarnan tamt, að líta bara á aðra hlið peningsins. Það þarf að hugsa vítt. Við verðum að vera víðsýn. Það er Heimssýn.

Hér má svo bæta við texta úr færslu frá því í vor:

Framvinduskýrsla ESB um aðildarviðræður viðurkennir með opnum hætti að það hafi komið Íslendingum til góða í yfirstandandi kreppu að vera með eigin gjaldmiðil.

Í skýrslunni segir í lauslegri þýðingu að á heildina litið sé Ísland enn að hafa hag af styrkri verð-samkeppnisstöðu gagnvart viðskiptakeppinautum sínum og að það séu afleiðingar af gengisbreytingum krónunnar í yfirstandandi kreppu.

Á ensku hljóðar þetta svo: „Overall, Iceland still benefits from strong price competitiveness vis-á-vis its main trading partners as a result of the marked depreciation of the króna during the crisis."

Það er ljóst að mörg ríki á suðurjaðri evrusvæðisins öfunda okkur af þessari stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2417
  • Frá upphafi: 1165045

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2053
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband