Leita í fréttum mbl.is

Við erum betri en Króatía og ætlum að sigra í kvöld!

aframislandVIÐBÓT: Svo það fari ekkert á milli mála þá er það fótboltinn sem gildir í kvöld - og þar ætlum við að vinna!

Króatía gerðist aðili að ESB í sumar. Þrátt fyrir fyrirheit um efnahagsuppgang í aðlögunarferlinu að sambandinu hefur ástandið í landinu verið heldur dapurlegt. Tekjur á mann nema einungis þriðjungi af því sem við Íslendingar upplifum samkvæmt Alþjóðabankanum. Atvinnuleysi er um 20% en um helmingur ungs fólks er án atvinnu. Þess vegna er knattspyrnulandsliðið stolt Króata.

Ein af skýringunum á bágu efnahagsástandi í Króatíu er sú að 60% af útflutningi landsins fer til ESB-landanna sem eru enn að glíma við kreppu. Nýjustu tölur sýna að hagvöxtur er nánast enginn að meðaltali í ESB-löndunum, eða 0,1% síðasta ársfjórðunginn.

Ferðamannaiðnaður er það sem helst drífur efnahag Króatíu áfram, en landið skartar fallegum og vinsælum baðstrandarhéruðum. En útlitið er ekki bjart. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's segir líkindi á að Króatía verði lækkað í einkunn sem lántakandi á alþjóðlegum mörkuðum. Það er gert m.a. vegna skipulgsvandkvæða í starfsemi hins opinbera og mikilla skulda bæði einkaaðila og opinberra.

Gert er ráð fyrir því að landsframleiðsla dragist saman um eitt prósent í Króatíu í ár.

Efnahagslega höfum við Íslendingar vinninginn gagnvart Króötum.

En það skiptir engu máli í kvöld. Króatar hafa lengi átt frábæra knattspyrnumenn og landslið þeirra hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu - jafnvel þótt við munum ekki nöfnin á öllum þeirra mönnum.

En Gylfi, Kolbeinn, Aron, Eiður og allir hinir strákarnir okkar eru líka frábærir knattspyrnumenn.

Það getur allt gerst í kvöld.

ÁFRAM ÍSLAND!

VIÐBÓT: Visir.is segir frá því að einhverjir ESB-sinnar hafi farið af hjörunum út af ofangreindum pistli sem er ósköp meinlaus samantekt á stöðu efnahagsmála í Króatíu um leið og greint er frá því að Króatar séu mikil íþróttaþjóð og landslið þeirra í knattspyrnu meðal þeirra fremstu í heimi. Jafnframt er greint frá því að ferðamannaiðnaður sé mikill og í uppgangi í landinu, enda er það fagurt heim að sækja.

Þeirri útleggingu hjá Visir.is er algjörlega vísað á bug að litið sé á leikinn sem eitthvað annað en knattspyrnuleik landsliða tveggja þjóða. Eins og Jón Bjarnason varaformaður Heimssýnar segir í samtali við Visi.is þá vonum við öll að íslenska landsliðið, sem hefur staðið sig frábærlega, vinni þann leik um leið og við viðurkennum að Króatar hafa á að skipa feiknagóðu liði. Þetta verður því spennandi viðureign - og við tökum öll undir hvatninguna: ÁFRAM ÍSLAND!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband