Leita í fréttum mbl.is

Umdeild vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu

merkelnov2013Vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu nýverið er orðin afar umdeild. Þjóðverjar óttast nú að hún muni grafa undan sparnaði þeirra og segja að hún muni ekki hjálpa Portúgölum, Ítölum og Spánverjum. Þeir þurfi 30% gengisfellingu en ekki vaxtalækkun.

Evrópumenn óttast nú japönsku veikina. Þar hefur verð lækkað að jafnaði frá 1999 og mikill hægagangur verið í atvinnulífinu, þótt eitthvað virðist vera að rofa til nú. Þótt ýmsir hér á landi telji það kost verðbólga á evrusvæðinu sé ekki meiri en 0,7 prósent þá eru íbúar á svæðinu ekki sama sinnis - og alls ekki hagstjórnendur og ýmsir fræðingar. Hin litla verðbólga endurspeglar nefnilega að hagkerfið er að nálgast frostmark. Það er of lítil eftirspurn að jafnaði og framleiðsla á ári stendur í stað. Vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu endurspeglar hræðsluna við verðhjöðnun - eins og kemur fram í nýlegri grein í Financial Times og víðar.

Hans-Werner Sinn forseti viðurkenndrar efnahagsrannsóknastofnunar (Institute for Economic Research) segir þó að verðhjöðnun á hluta evrusvæðisins kalli á önnur viðbrögð en ef verðhjöðnunin væri á öllu svæðinu. Til að bæta samkeppnisstöðu Grikklands, Spánar og Portúgals þyrfti að koma til raungengislækkun sem næmi 30 prósentum til þess að leiðrétta þá skekkju sem útlánabólan og meðfylgjandi verðbólga í löndunum skapaði fyrir bankakreppuna.

Hans-Werner segir að vaxtabreyting Seðlabanka Evrópu breyti litlu, en það sem sé verra sé að bankinn sé að kaupa upp skuldabréf jaðarsvæðana í vanda og sé því í reynd að flytja sparnað frá norðursvæðum evrunnar til suðurs. Auk þess sé Seðlabanki Evrópu að taka gild að veði alls konar ruslbréf (ástarbréf) frá illa stöddum bönkum á suðurjaðrinum. Þessar aðgerðir eru taldar hindra bætta samkeppnisstöðu jaðarlandanna í suðri - og viðhalda samkeppnisstöðu Þýskalands og gífurlegum viðskiptaafgangi landsins.

Fleiri fjölmiðlar fjalla um þetta, meðal annars Telegraph  - sjá hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband