Leita í fréttum mbl.is

Evrusinnar dásama land með 25% atvinnuleysi ungs fólks

Evrusinnar hér á landi dásama efnahagsþróun og aðstæður í Lettlandi. Þar er atvinnuleysi 15% og um 25% meðal ungs fólks. Þjóðartekjur á mann í Lettlandi eru aðeins um helmingur af því sem er hér á landi.

Fáar þjóðir fengu yfir sig jafn mikla holskeflu vegna evrukreppunnar og Lettar. Landsframleiðsla þeirra lækkaði um 20 prósent í kreppunni - og þá er rétt að hafa í huga að landsframleiðsla á mann er þar aðeins um 55% af því sem er hér á landi. Laun voru lækkuð og fólki var miskunnarlaust sagt upp.

Samt telur Benedikt Jóhannesson útgefandi, einn ötulasti talsmaður ESB-aðildar og upptöku evru hér á landi, að aðstæður og þróun mála í Lettlandi ættu að vera Íslandi alveg sérstök fyrirmynd. Þetta kom fram í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Benedikt viðurkenndi reyndar að framleiðsla á mann hér á landi væri ágæt í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband