Leita í fréttum mbl.is

Um 60% landsmanna á móti aðild að ESB

Traustur meirihluti landsmanna er á móti aðild að Evrópusambandinu. Það kemur fram í nýlegri könnun sem fjölmiðlar greina frá í dag. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er því á réttri leið með því að stöðva viðræðurnar um aðild að sambandinu. Nú er bara næsta skref að draga umsóknina til baka.

Æðstu samkundur ríkisstjórnarflokkanna eru sama sinnis. Þær vildu gera hlé á viðræðum, stefnuskrá flokkanna fyrir kosningar var þess efnis líka og svo stendur þetta skýrum stöfum í stjórnarsáttmálanum. 

Eins og við er að búast hamast evru- og ESB-aðildarsinnar áfram sem mest þeir mega þrátt fyrir þetta. Haldreipi þeirra er að reyna að knýja í gegn að viðræðum verði haldið áfram, þrátt fyrir skýran vilja meirihluta þjóðarinnar um að hún vilji ekki að Ísland verði aðili að ESB.

ESB-aðildarsinnar vonast til þess að þjóðin og stjórnmálamenn hennar séu sljóir og illa læsir. Þeir vonast til að viðræðum verði eftir sem áður haldið áfram. Þeir eru samt búnir að átta sig á því að ekkert gerist í vetur. Beðið er eftir skýrslu Hagfræðistofnunar um viðræðurnar og stöðuna á evrusvæðinu. ESB- og evru-sinnar treysta ekki á að skýrsla Hagfræðistofnunar muni þjóna hagsmunum þeirra fremur en aðrar skýrslur sem unnar hafa verið, svo sem af Seðlabankanum fyrir rúmu ári síðan.

Þess vegna láta ESB-sinnar sitt fólk gera skýrslu, þ.e. ESB-fólkið í Alþjóðmálastofnun Háskólans. Sú skýrsla verður tilbúin í vor.

ESB-aðildarsinnar eru því að búa sig undir umræðu næsta sumar og næsta vetur.

Baráttunni er hvergi nærri lokið.

 

 


mbl.is Rúm 58% á móti aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband