Leita í fréttum mbl.is

Illugi hittir á rétta nótu

Það er alveg rétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að ef það ætti að kjósa um eitthvað í þessu blessaða ESB-máli, þá væri það um það hvort þjóðin vilji fara inn í Evrópusambandið eða ekki. Ríkisstjórn, þing eða þjóð sem ekki vill fara inn í ESB ætti ekki að sækja um, hvað þá að vera að eyða miklum tíma, fjármunum og orku í aðlögunarferlið.

Það er falskur tónn í ýmsum í þessari umræðu sem segjast vilja kanna hlutina; kíkja í pakkann. Þeir hinir sömu vita að þjóðin vill ekki í ESB. Eina leiðin er að beita Monnet-aðferðinni; eitt örsmátt skref í einu þar til þú ert kominn það langt inn fyrir ESB-múranna að það verður ekki aftur snúið.

Í raun þarf ekki að kjósa um neitt. Það er búið að því. Niðurstaða síðustu kosninga var að það ætti að hætta þessum viðræðum. Afturköllun ESB á IPA-styrkjunum staðfestir að framkvæmdastjórn ESB telur Ísland ekki lengur vera umsóknarríki.

Jafnframt staðfestist að þessir styrkir eru ekkert annað ein aðlögunarstyrkir. Það er sárt fyrir það ágætisfólk sem var komið af stað með áhugaverð verkefni að þurfa að draga saman seglin og geta ekki lokið sínu verki eins og áætlað var.

ESB lítur hins vegar þannig á málin að fyrst þessir styrkir dugðu ekki til þess að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga og þvinga fram aðlögun að sambandinu sé það ekkert að verja peningum í þessi verkefni - jafnvel þótt ESB þurfi að greiða bætur fyrir samningsbrot.

ESB munar ekkert um að greiða sektarbætur til Íslendinga. Þótt stjórnsýsla sambandsins sé vanmáttug miðað við heildarumfang ESB-ríkjanna, eins og sannast á ógöngum evrunnar (í samanburði við gjaldmiðla raunverulegra ríkja), - og þótt bókhaldsmál sambandsins séu í molum - þá eru enn nægar matarkisturnar til að metta munna þeirra einstaklinga sem máli skipta þegar kemur að aðlögun að ESB. 

 

Eyjan.is greinir svo frá

 

Ætti einungis að kjósa um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra..

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra..

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið eigi að snúast um hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er kveðið á um að aðildarviðræðum verði ekki fram haldið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Litið hefur verið svo á að sú þjóðaratkvæðagreiðsla myndi snúa að því hvort halda ætti viðræðunum áfram eða slíta þeim alfarið. Illugi er hins vegar á öðru máli, en þegar hann var spurður út í málið á beinni línu á dv.is í dag svaraði hann:

Ef kjósa á um eitthvað þá ætti einungis að kjósa um það hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. Ef þjóðin vildi ganga inn þá er hægt að halda áfram og ef ekki þá er umsóknin að sjálfsögðu dregin til baka. Aðal málið er að hvorugur þeirra flokka sem nú er í ríkissjórn vill að Ísland gangi í ESB og stjórnarandstaðan er klofin í málinu. Það er því mikill meirihluti gegn málinu á nýkjörnu þingi og allt bendir til þess að meirihluti þjóðarinnar sé á móti inngöngu.

Einn lesandi síðunnar rifjaði upp þegar Illugi og Bjarni Benediktsson skrifuðu grein í Morgunblaðið árið 2008 og töluðu fyrir því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Evrópusambandið.  Illugi segir að síðan hafi margt breyst og útlit sé fyrir að sambandið taki miklum breytingum á næstu árum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 323
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2125
  • Frá upphafi: 1186104

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 1843
  • Gestir í dag: 246
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband