Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist í evrulandinu Slóveníu?

Evrulandið Slóvenía hefur átt í talsverðum efnahagserfiðleikum. Í vikunni kemur í ljós hvort stjórnvöld þar hafi nægilegt fé til að bjarga bönkum landsins eða hvort þau þurfi að leita til AGS.

RUV.is greinir frá þessu. Þar segir enn fremur: 

Stjórnvöld hafa til reiðu 4,7 milljara evra, jafnvirði um 760 milljarða króna, en fjölmiðlar í Slóveníu telja að það þurfi á bilinu 4-5 milljarða evra til að bjarga bönkunum.

Fréttastofan AFP hefur eftir Davorin Kracun, prófessor í hagfræði við Maribor-háskóla, að ekki sé nóg að treysta stöðu bankanna, ryðja verði úr vegi ýmsum hindrunum sem torveldi árangur í efnahagsmálum, meðal annars vegna skuldabyrði fyrirtækja og skorts á erlendum fjárfestingum.

Alenka Bratusek, forsætisráðherra Slóveníu, hefur á undanförnum vikum heimsótt nokkur Evrópuríki í leit að kaupendum á 15 ríkisfyrirtækjum sem til stendur að einkavæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maribor er skemmtileg borg, og var ein af menningarborgum Evrópu á svipuðum tíma og Reykjavík.  Við hjónin skruppum þangað fyrir nokkrum árum.  Þar blandast vel gamli og nýji tíminn, með nútíma tískuverslunum og gömlu húsin í bland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2013 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 168
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 2772
  • Frá upphafi: 1182356

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 2435
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband