Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist í evrulandinu Slóveníu?

Evrulandið Slóvenía hefur átt í talsverðum efnahagserfiðleikum. Í vikunni kemur í ljós hvort stjórnvöld þar hafi nægilegt fé til að bjarga bönkum landsins eða hvort þau þurfi að leita til AGS.

RUV.is greinir frá þessu. Þar segir enn fremur: 

Stjórnvöld hafa til reiðu 4,7 milljara evra, jafnvirði um 760 milljarða króna, en fjölmiðlar í Slóveníu telja að það þurfi á bilinu 4-5 milljarða evra til að bjarga bönkunum.

Fréttastofan AFP hefur eftir Davorin Kracun, prófessor í hagfræði við Maribor-háskóla, að ekki sé nóg að treysta stöðu bankanna, ryðja verði úr vegi ýmsum hindrunum sem torveldi árangur í efnahagsmálum, meðal annars vegna skuldabyrði fyrirtækja og skorts á erlendum fjárfestingum.

Alenka Bratusek, forsætisráðherra Slóveníu, hefur á undanförnum vikum heimsótt nokkur Evrópuríki í leit að kaupendum á 15 ríkisfyrirtækjum sem til stendur að einkavæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maribor er skemmtileg borg, og var ein af menningarborgum Evrópu á svipuðum tíma og Reykjavík.  Við hjónin skruppum þangað fyrir nokkrum árum.  Þar blandast vel gamli og nýji tíminn, með nútíma tískuverslunum og gömlu húsin í bland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2013 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2019
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 20
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 967323

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband