Leita í fréttum mbl.is

Er íslensk stjórnsýsla að koma okkur í IPA-ógöngurnar?

Umræðan um IPA-styrkina einkennist annars vegar af mismunandi afstöðu til ESB-aðildar og hins vegar af samblandi af hefðbundinni íslenskri löghyggju sem enn glittir í þrátt fyrir allt - og hreinræktaðri tækifærismennsku.

Þeirri kenningu hefur heyrst fleygt að ástæðan fyrir þeim ógöngum sem IPA-styrkirnir eru komnir í sé stjórnlítil sókn sumra forystumanna stofnana og í stjórnsýslunni í það fé sem hægt er að fá í gegnum styrkveitingarnar. Þess vegna hafi verið tekið af skarið og efnt til útgjalda út á væntanlega styrki án þess að þeir hafi verið í hendi. Enn fremur hafi aðrir treyst á að þeir samningar sem búið var að undirrita myndu halda. 

Ef fyrri hluti kenningarinnar er réttur hefur styrkja- og aðlögunarferlið að ESB aðeins orðið til óþurftar fyrir íslenskt stjórnkerfi og heldur gert vinnubrögðin í íslenskri stjórnsýslu verri ef eitthvað er.

Hvar liggur ábyrgðin ef stjórnsýslan hefur hagað sér með svo óábyrgum hætti? Því heyrist fleygt að hún liggi fyrst og fremst í utanríkisráðuneytinu sem sérfræðiráðuneyti í þessum efnum - og þá hjá fyrrverandi utanríkisráðherra.

Slæmt er ef rjómi íslenskrar stjórnsýslu hefur þannig kolfallið á meintum ESB-prófum í fyrirmyndar stjórnsýslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 164
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 2768
  • Frá upphafi: 1182352

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 2432
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband