Leita í fréttum mbl.is

Lestrarkunnátta ESB-sinna

ESB-aðildarsinnar hafa oft óskað eftir upplýstri umræðu um ESB-mál. Umræðan og kynningin um ESB hefur verið talsverð í mörg ár. Aðildarsinnum hefur samt heldur fækkað. Skýringin er kannski sú að meðal-Íslendingurinn er læsari en meðal-ESB-aðildarsinninn. 

Þetta sést m.a. á meðfylgjandi frétt á mbl.is. ESB-aðildarsinnar virðast ólæsir á texta um félagslega fátækt sem breiðist út um Evrópusambandið, um efnahagslegt ójafnvægi og óstöðugleika í Evrópusambandinu.

ESB-aðildarsinnarnir eru líka illa læsir á stefnuskrár stjórnarflokkanna og samþykktir æðstu samkoma flokkanna sem segja að Íslandi sé betur borgið utan ESB og að flokkarnir vilji ekki að Ísland fari í ESB.

ESB-aðildarsinnar eru enn fremur illa læsir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.  

Ríkisstjórnin hefur stöðvað aðildarviðræðurnar.

Það er ekkert sem knýr á að þær verði teknar upp að nýju. Þjóðin er á móti aðild, ríkisstjórnin er á móti aðild og þingið er á móti aðild.

Ef svo ólíklega færi, þrátt fyrir þessa augljósu stöðu, að taka ætti upp viðræður, þá fela samþykktir stjórnarflokkanna það í sér að viðræður yrðu ekki teknar upp undir neinum kringumstæðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

En þar sem aðldin hefur ekkert fylgi er engin ástæða til að huga að slíku.

Í staðinn fyrir að ESB-aðildarsinnar óski eftir frekari umræðu um ESB væri kannski nær að þeir hugi aðeins betur að lestrarkunnáttu sinni. Eða eru þetta kannski bara látalæti í þeim?


mbl.is Undrast stöðu viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það má líka benda á að lestrarkunnátta aðildarsinna er ábótavant víðar, sérstaklega líka þýðingarkunnátta. Þeir halda statt og stöðugt áfram að halda því fram að verið sé að "kíkja í pakkann" þegar, kemur fram á heimasíðu ESB að um aðlögunarviðræður sé að ræða. Fyrir utan að þú sækir ekki um inngöngu nema þú ætlir inn.

Svo er það svolítið fyndið að aðildarsinnar finna oft falleg excel skjöl sem dásama allt í ESB en, gera sér ekki grein fyrir því að þessi skjöl eru jafn áreiðanleg og excelskjöl bankanna voru fyrir hrun...

Með hátíðarkveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 19.12.2013 kl. 14:28

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Stjórnmálaflokkar eiga ekki að hafa skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið...Það sé fólksins að taka slíkar ákvarðanir í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur.

Bjarni Ben sagði þetta fyrir kosningar.

„Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“

Friðrik Friðriksson, 19.12.2013 kl. 14:52

3 Smámynd:   Heimssýn

Það sem skiptir hér höfuðmáli er það sem stendur í stjórnarsáttmálanum sem forystumenn stjórnarflokkanna komu sér saman um en inntak hans kemur fram hér að ofan. Samþykktir æðstu stofnana flokkanna voru mjög svipaðar um þetta efni. Svo tekin séu dæmi úr samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál kemur þetta fram:


Sjálfstæðisflokkurinn telur megintakmark utanríkisstefnu Íslands vera að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar, ...
...
Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eins og þarna kemur fram, sem er það sama og kemur fram í samþykkt Framsóknarmanna og í stjórnarsáttmálanum er því hvergi lofað að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu, nema ef halda eigi viðræðum áfram.

Það er enginn vilji til að halda viðræðum áfram og því þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sú er staðan.  

Heimssýn, 19.12.2013 kl. 17:45

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ljóst að Heimssýn vill halda íslendingum fátækum og íslensku þjóðinni þeirri fátækustu í Evrópu. Enda fellur Ísland hratt og örugglega niður lista yfir þjóðir og tekjur þeirra á hverju ári núna. Kaupmáttur almennings minnkar stöðugt þökk sé íslensku krónunni.

Heimssýn fyrirlítur hinn almenna íslending, vilja frekar þjónusta hina ríku og vel settu á Íslandi undir yfirskyni þjóðernishyggju og fasisma. Einkenni fólks sem kann ekki að skammast sín og er gjörsamlega siðlaust.

Andstaða núverandi stjórnarflokka gegn ESB er ekki blessun á neinn hátt. Heldur er hérna á ferðinni bölvun sem mun verða íslendingum mjög dýr til lengri og skemmri tíma.

Fullyrðingar Heimssýnar um félagslega fátækt í Evrópu (ESB) standast ekki, ekkert frekar en annað sem kemur frá þeim. Á næstu árum mun nefnilega fátækt aukast á Íslandi frá því sem nú er.

Jón Frímann Jónsson, 19.12.2013 kl. 18:14

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Frímann. Veist þú að ESB er að gera viðskiptasamninga við mörg önnur lönd og engin af þessum löndum þarf að gangast undir lög ESB. Getur þú sagt mér hversvegna það er svo. Sýnir það ekki að þetta er ekki bara viðskiptasamningur hjá okkur hendur erum við að selja sjálfstæði okkar í einu og öllu, ekki bara til þess að selja þorskinn okkar og aftur það er landráð samkvæmt lögum um landráð í kafla X hegningarlaganna.

Valdimar Samúelsson, 19.12.2013 kl. 18:55

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Samkvæmt skoðanakönnun RÚV frá því í fyrra ætti Heimssýn nú að hafa meiri áhyggjur af menntun og lestrarkunnáttu sinna félaga: "Andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið er mest áberandi meðal landsbyggðarfólks, fólks með minni menntun og tekjur, og fólks sem er lakar sett á vinnumarkaði eða stendur utan hans."

http://www.ruv.is/frett/54-prosent-andvig-esb-adild

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.12.2013 kl. 22:16

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Bara að minna Guðbjörn Guðbjörnsson á að menntun og menntun er ekki það sama. Langskólagengið fólk er oftar en ekki BARA langskólagengið, engin menntun sem mark er takandi á, ef marka má þessa svokölluðu menntamenn sem aðhyllast ESB og akíteruðu fyrir ICESAVE. Sér er nú hver menntunin þar, allavega fer ekki mikið fyrir henni hjá þeim... Hehehe...

Hátíðarkveðjur sem fyr

Ólafur Björn Ólafsson, 20.12.2013 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 162
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2519
  • Frá upphafi: 1182569

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband