Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna útskýrir ESB-stefnuna fyrir Össuri

HannaBirnaKristjansdottir

Það var merkilegt að fylgjast með samtali Össurar Skarphéðinssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eins og sumir Samfylkingarmenn lét Össur eins og það væri aðalstefnumál stjórnarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB. Hanna Birna útskýrði fyrir Össuri að það hefði í raun enginn áhuga á ESB lengur.

Hanna Birna áréttaði að ríkisstjórnin, stjórnarflokkarnir og þjóðin álitu ESB ekki vera neina lausn fyrir Íslendinga. Þess vegna hefði verið gert hlé á viðræðunum.

Jafnframt áréttaði Hanna Birna að það yrði undir engum kringumstæðum haldið áfram með viðræðurnar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar ekkert sem knýr á um áframhaldandi viðræður í ljósi ofanritaðs; stjórnin, stjórnarflokkarnir og þjóðin eru á móti aðild að ESB.

Össur fálmar hins vegar eftir því hálmstrái að fólk trúi því að einhverjir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi lofað því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild að ESB - hvað sem öðru liði. 

Hanna Birna útskýrði fyrir Össuri að næsta skref væri að kynna þá skýrslu sem ríkisstjórnin hefði beðið Hagfræðistofnun um að gera um gang ESB-viðræðnanna og stöðu og þróun Evrópusambandsins.

Allar skýrslur um málið hafa hingað til undirtrikað m.a. að vegna helstu auðlinda okkar sé ekki hagstætt fyrir Ísland að gerast aðili að ESB. Jafnframt hafa allar marktækar skýrslur undirstrikað að það sé ekki heppilegt fyrir okkur Íslendinga að taka upp evru.

Hin nýja skýrsla Hagfræðistofnunar getur ekki komið með aðra niðurstöðu í þeim efnum.

Það eina nýja sem skýrsla Hagfræðistofnunar getur komið með er það hvernig ESB er að liðast í sundur vegna evru-samvinnunnar þar sem einkum Þjóðverjar hafa til þessa hagnast á kostnað jaðarþjóðanna í suðri. Jafnframt getur skýrslan upplýst með skýrum hætti hvernig fátæktin breiðist út í Evrópu og misskiptingin eykst milli og innan samfélaga vegna evrunnar.

Össur vill ekki heyra neitt nýtt um ESB. Hann vill halda í sína trú.

Kjósendur sýndu í verki í síðustu þingkosningum hvaða skoðun þeir hafa á ESB-trú Össurar og Samfylkingarinnar. ESB-stefna Samfylkingarinnar beið afhroð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 206
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 2179
  • Frá upphafi: 1182943

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 1907
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband