Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti landsmanna á móti inngöngu í ESB

Eins og nýbirt könnun MMR sýnir er meirihluti landsmanna á móti inngöngu í ESB og hefur þeim fjölgað örlítið síðasta mánuðinn sem eru á móti aðild eins og myndin sem fylgir með fréttinni sýnir. Aðeins 32% landsmanna segjast vera hlynnt inngöngu.

Þetta kemur fram á mbl.is:

MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 32,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25,0% í janúar 2013 (15.-20. janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 50,0% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 62,7% í janúar 2013.

Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)?

Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki andvíg(ur) né hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), veit ekki og vil ekki svara.

Samtals tóku 90,0% afstöðu til spurningarinnar.

Fólk yfir 50 ára aldri var líklegra til að segjast hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) en þeir sem yngri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB voru hlutfallslega flestir á aldrinum 50-67 ára. 41,6% einstaklinga á aldrinum 50-67 ára sögðust hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 35,6% einstaklinga á aldrinum 68 ára og eldri voru hlynnt inngöngu, 29,4% einstaklinga á aldrinum 30-49 ára voru hlynnt inngöngu og 26,3% einstaklinga á aldrinum 18-29 ára voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. 


mbl.is Fleiri hlynntir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:   Heimssýn

Það er athyglisvert að stuðningur við aðild hefur verið óbreyttur síðustu þrjá mánuði og í raun óbreyttur frá því í júlí í sumar. Andstaða við aðild hefur aukist dálítið síðasta mánuðinn. Um 20% fleiri eru nú á móti aðild en með. Vissulega var munurinn meiri fyrir einu til einu og hálfu ári síðan en munurinn er samt mjög traustur.

Heimssýn, 24.1.2014 kl. 12:15

2 identicon

Afhverju ekki að klára þetta ferli sem fór í gang? (hvað sem það heitir). Ég tel að það sé það eina sem ber að gera í stöðunni. Það verður aldrei friður um málið fyrr en það verður kosið UM SAMNING sem liggur þá fyrir. Fyrr veit enginn um hvað málið snýst (nema þú sért "sjáandi"). Við hvað eru NEI sinnar hræddir? Treysta þeir ekki þjóðinni til að velja og hafna? Ef svo er þá sýnir það lítilsvirðingu við fólkið í landinu. Það er hvorki hægt að segja NEI eða JÁ fyrr en innihaldið er ljóst.

Alþingi fór af stað með ferlið, og ef það kýs að draga til baka umsóknina þá er það póltísk ákvörðun og ekkert annað. Það er ekki gert fyrir fólkið í landinu.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 09:08

3 Smámynd:   Heimssýn

Kristinn: Ástæða þess að ekki ber að klára þetta ferli er í fyrsta lagi sú að meirihluti þjóðar, þings og ríkisstjórn eru á móti aðild að ESB. Í öðru lagi er ástæðan sú að þetta svokallaða viðræðu-ferli felur í sér að lögum og reglum á að breyta áður en samningur er samþykktur. Segjum svo að viðræður færu af stað og samningur yrði gerður - en að honum yrði síðan hafnað. Þá væri búið að breyta ýmsum lögum og reglum að kröfu ESB. Í raun væri þá búið að breyta vissum þáttum í íslensku samfélagi að vilja ESB án þess að þjóðin vildi vera í ESB. Við höfum margoft lýst þessari aðferðafræði í sambandi við aðildarferli sem var breytt eftir að Norðmenn höfnuðu aðildarsamningi í annað sinn fyrir um tveimur áratugum. Við ráðleggjum þér til skýringar að lesa grein Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar er komið inn á þessa þætti.

Heimssýn, 25.1.2014 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 97
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 1183704

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband