Laugardagur, 25. janúar 2014
Jón Bjarnason og Atli Gíslason skrifa um ESB-umsóknina
Jón Bjarnason Atli Gíslason hvetja til þess í grein í Morgunblaðinu í dag að umsóknin um aðild að ESB verði formlega afturkölluð. Jafnframt lýsa þeir því hvernig málið var unnið í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Grein þeirra er fróðleg lesning.
Jón Bjarnason er varaformaður Heimssýnar og fyrrverandi ráðherra og Atli Gíslason er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.
Jón og Atli byrja á því að lýsa því viðhorfi Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins að þar sem umsókn eigi að fela í sér vilja til inngöngu í ESB sé eðlilegast að draga umsóknina til baka þar sem ekki er vilji til þess meðal þjóðar, þings og ríkisstjórnar að ganga í sambandið.
Jafnframt lýsa Jón og Atli því ferli sem málið fór í gegnum í þingflokki Vinstri grænna og innan ríkisstjórnarinnar. Greinin er hin fróðlegasta og skemmtilegasta lesning - og er birt hér í heild sinni:
Afturköllum umsóknina um aðild að ESBHörðustu ESB-sinnar eins og Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður viðurkenndu á Alþingi (16.1. 2014) að umsókn um aðild að ESB fæli beinlínis í sér vilja til inngöngu í sambandið. Hinsvegar væri ekki meirihluti innan þingflokka núverandi ríkisstjórnar fyrir inngöngu og því væri réttast að slíta þeim viðræðum formlega. Það er aðeins gert með því að Alþingi afturkalli umsóknina frá í júlí 2009.Reiptog um ESB vorið 2009Okkur er minnistæð ESB-umræðan innan þingflokks VG við ríkisstjórnarmyndunina vorið 2009. Hún miðaði að stórum hluta að því að snúa niður þann hóp sem fylgdi hugsjónum, kosningaloforðum og grunnstefnu flokksins og neitaði að styðja aðildarumsókn að ESB. Lítið fór fyrir efnislegri umræðu innan þingflokksins um hvað umsóknin fæli í sér. Vísað var til þess að Norðmenn hefðu fellt aðildarsamning án þess að þurfa að breyta neinu hjá sér í samningsferlinu. Enginn nefndi að slíkt var ekki lengur í boði af hálfu ESB. Samþykktum ESB þar að lútandi hafði verið breytt eftir að Norðmenn felldu samninginn. Ýmsir reyndu að sannfæra sjálfa sig og aðra um að hægt væri að sækja um í þykjustunni, hringja dyrabjöllunni og hlaupa svo fyrir horn þegar húsráðandi opnaði. Aðrir töluðu digurbarkalega og sögðust ætla að sýna ESB í tvo heimana, setja fram hörð skilyrði, fyrirvara og tímasetningar sem sambandið yrði að samþykkja áður en gengið væri til samninga. Aumust voru þó rök þeirra sem sögðust verða að samþykkja umsóknina, leika sér að fullveldinu til þess eins að samþykkja kröfur Samfylkingarinnar. Þessu reiptogi innan þingflokksins lauk með því að fimm þingmenn undir forystu Atla Gíslasonar lögðu fram bókun sem kvað á um að umsókn um aðild að ESB yrði ekki studd. Síðar kom í ljós að margir í þingliði VG voru í raun stuðningsmenn aðildar að ESB.Þá var horfið frá því að umsókn að ESB væri » ríkisstjórnarmál«, heldur yrði hún einskonar þingmannamál og réði meirihluti Alþingis örlögum slíkrar tillögu. Var fallist á að hverjum þingmanni væri frjálst að tala fyrir sinni skoðun í ESB-málum og greiða um þau atkvæði í samræmi við hana. Sú yfirlýsing rataði inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Síðar var reynt að virða þá samþykkt að vettugi.Nú er búið að kíkja í pakkannÞrátt fyrir alla svardaga fór auðvitað svo að ESB neitaði að taka við skilyrtri umsókn enda stóð það aldrei til af þeirra hálfu. - Það væri Ísland sem sækti um aðild á forsendum ESB, en ekki öfugt. - Bréfið sem utanríkisráðherra fór með til Brussel var stutt og án skilyrða. Síðar kom það einnig í ljós að Icesave-samningarnir voru skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar. Þótt stjórnmálamenn og forystumenn ríkisstjórnar héldu áfram til heimabrúks yfirlýsingum eins og að »kíkja í pakkann«, »ná sem bestum samningum«, » kanna kosti og galla aðildar« var svar ESB alltaf kalt og skýrt: Allt eða ekkert.Um aðildarumsókn og stækkunarferil segir svo á heimasíðu ESB: »Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu - sem fylla 90 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.« (Sjá frumtexta á ensku hér neðst).Afturköllun IPA-styrkjanna er skýr staðfesting á stefnu og skilyrðum ESB fyrir framgang umsóknar að sambandinu. Aðeins er hægt að hraða ferlinu með því að flýta aðlöguninni.Þótt við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra værum á fullkomlega öndverðum meiði í ESB-málum hélt hann því aldrei fram að hægt væri að semja sig frá lagaverki og sáttmálum ESB. Hinsvegar er hægt að hafa lúmskt gaman af því hvernig Össur hæðist að ESB-einfeldni og tvískinnungi formanna fyrrverandi ríksstjórnarflokka í bók sinni, Ári Drekans. Hún er mjög reyfaraleg á köflum, en það er önnur saga.Alþingi ber að sýna heiðarleika og afturkalla umsókninaNú hefur umsóknarferlið staðið í fjögur ár og löngu er komið í ljós það sem reyndar var vitað fyrir að ESB veitir engar varanlegar undanþágur frá sáttmálum sínum, laga- eða regluverki. Ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í ESB getur ekki haldið aðlögunarferli áfram. Það er komið nóg af tvískinnungi. Það er að okkar mati heiðarlegast og réttast að afturkalla umsóknina strax formlega eins og núverandi ríkisstjórnarflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Annars bíður þeirra eilíf umræða um svikabrigsl með utanríkismálin í uppnámi.Með hreint borð, ESB-umsóknina út af borðinu, er hægt að byggja upp eðlileg samskipti Íslands og ESB á grunni tvíhliða samninga eins og við gerum við aðrar þjóðir.Það er svo sjálfstætt mál hvort og hvenær efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt er: »Vilt þú að Ísland gangi í ESB?« Slíka tillögu geta ESB-sinnaðar ríkisstjórnir (verði þær aftur til í framtíðinni) lagt fram hvenær sem þeim sýnist eða einstakir þýlyndir þingmenn.»Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules, some 90,000 pages of them. And these rules are not negotiable.«
Nýjustu færslur
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 264
- Sl. sólarhring: 344
- Sl. viku: 2014
- Frá upphafi: 1183871
Annað
- Innlit í dag: 218
- Innlit sl. viku: 1744
- Gestir í dag: 213
- IP-tölur í dag: 211
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.