Mánudagur, 27. janúar 2014
Útlit fyrir að þýskur evruandstæðingaflokkur fá í fyrsta sinn sæti á ESB-þinginu
Útlit er fyrir að flokkur andstæðinga evrunnar fá í fyrsta sinn sæti á þingi Evrópusambandsins, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt mbl.is.
Stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) mælist með 7% fylgi í Þýskalandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Emnid fyrir þýska dagblaðið Bild am Sonntag. Könnunin var gerð í tilefni af kosningunum til Evrópuþingsins sem fram fara í maí næstkomandi.
Fram kemur í frétt AFP að flokkurinn þurfi í það minnsta 3% til þess að fá sæti á Evrópuþinginu en hann er gagnrýninn á Evrópusambandið og einkum og sér í lagi þátttöku Þjóðverja í evrusvæðinu.
Til þessa hefur verið lítill áhugi á kosningunum til ESB-þingsins í maí. Kannski tilkoma þessa þýska evruandstæðingaflokks verði til þess að auka áhugann á þeim.
Þýskir evruandstæðingar með 7% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
- Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega
- Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Í...
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Vaxtavitleysa
- Er stefnan eintóm blekking?
- Um hvað snýst málið?
- Á Seltjarnarnesi
- Að fá einhverja aðra til að stjórna
- Vindhögg
- Bjarni bilar ekki
- Er ekki bara best að banna meira?
- Sósíalistar og Evrópusambandið
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 26
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 1609
- Frá upphafi: 1161778
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1439
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið villið fyrir fólki eins og fyrri daginn.
AfD hefur ekki lengur andstöðu við Evruna efst á lista, heldur andstöðu við útlendinga, hælisleitendur í Þýskalandi. Flokkurinn er því kominn í hóp með ný-nasistum.
En þetta hrífur kjánana á klakanum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 15:52
Uss, uss, Haukur góður. Við erum bara að benda á fréttina í Mogganum. Það er svo kunn staðreynd að það er megn óánægja víða með evruna - og sums staðar það mikil að menn vilja losna við hana. Á öðrum stöðum eru menn að berjast við afleiðingar evrunnar - og það kostar sitt meðal annars í atvinnuleysi og aukinni fátækt.
Heimssýn, 27.1.2014 kl. 20:24
"Bara að benda á fréttina í Mogganum"
Mikill er ykkar metnaður!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 21:47
Ef þú fylgist með því, Haukur, sem við gerum þá sérðu að efnið er fjölbreytilegt og af ýmsu tagi.
Heimssýn, 27.1.2014 kl. 22:32
Ef flokkur Evruandstæðinga hefur 7% fylgi þá skulum við bara gefa okkur að Evrópusinnar í Þyskalandi hafi 93% fylgi. Þarf eitthvað að ræða málið meira ? Reyndar athyglisvert að í nánast öllum ríkjum ESB er mikill meirihluti íbúa ánægður með veru sinnar þjóðar í ESB- en þið eruð ekki mikið að birta þær tölur hér. Enda eruð þið talsmenn forréttindastéttar, einangrunarsinna, afturhaldssinna og umfram allt kjána.
Óskar, 28.1.2014 kl. 04:04
Óskar og Haukur virðast vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem sjá má víða í fjölmiðlum í Evrópu þessa dagana sem kalla alla þá sem efast um gjörðir og þróun ESB sem bjána eða kjána.
Við hér í Heimssýn erum að reyna að halda úti upplýstri og málefnalegri umræðu um ýmislegt sem varðar ESB. Lengi vel kölluðu ESB-sinnar eftir málefnalegri umræðu og meiri umræðu um ESB-málin.
Nú er svo komið að það verður ekki þverfótað fyrir hrokafullum og dónalegum athugasemdum ESB-sinna, hvorki á vefjum hér á landi né víða erlendis. Nú virðast ESB-sinnar, eins og Óskar og Haukur, ekki þola upplýsingar og umræðu - eins og skoðanasystkin þeirra kölluðu þó eftir fyrir nokkru - heldur grípa til ómálefnalegs skætings.
Þeim væri nær að fylgjast með þeirri miklu bylgju óánægju sem nú kvíslast um Evrópu og veldur miklum ugg meðal ýmissa leiðtoga ESB-landa - nú síðast forsætisráðherra Spánar og Ítalíu: - sjá hér:
http://www.heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1350491/
Heimssýn, 28.1.2014 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.