Leita í fréttum mbl.is

Útlit fyrir að þýskur evruandstæðingaflokkur fá í fyrsta sinn sæti á ESB-þinginu

Útlit er fyrir að flokkur andstæðinga evrunnar fá í fyrsta sinn sæti á þingi Evrópusambandsins, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt mbl.is.

Stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) mælist með 7% fylgi í Þýskalandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Emnid fyrir þýska dagblaðið Bild am Sonntag. Könnunin var gerð í tilefni af kosningunum til Evrópuþingsins sem fram fara í maí næstkomandi.

Fram kemur í frétt AFP að flokkurinn þurfi í það minnsta 3% til þess að fá sæti á Evrópuþinginu en hann er gagnrýninn á Evrópusambandið og einkum og sér í lagi þátttöku Þjóðverja í evrusvæðinu. 

Til þessa hefur verið lítill áhugi á kosningunum til ESB-þingsins í maí. Kannski tilkoma þessa þýska evruandstæðingaflokks verði til þess að auka áhugann á þeim. 


mbl.is Þýskir evruandstæðingar með 7% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið villið fyrir fólki eins og fyrri daginn.

AfD hefur ekki lengur andstöðu við Evruna efst á lista, heldur andstöðu við útlendinga, hælisleitendur í Þýskalandi. Flokkurinn er því kominn í hóp með ný-nasistum.

En þetta hrífur kjánana á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 15:52

2 Smámynd:   Heimssýn

Uss, uss, Haukur góður. Við erum bara að benda á fréttina í Mogganum. Það er svo kunn staðreynd að það er megn óánægja víða með evruna - og sums staðar það mikil að menn vilja losna við hana. Á öðrum stöðum eru menn að berjast við afleiðingar evrunnar - og það kostar sitt meðal annars í atvinnuleysi og aukinni fátækt.

Heimssýn, 27.1.2014 kl. 20:24

3 identicon

"Bara að benda á fréttina í Mogganum"

Mikill er ykkar metnaður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 21:47

4 Smámynd:   Heimssýn

Ef þú fylgist með því, Haukur, sem við gerum þá sérðu að efnið er fjölbreytilegt og af ýmsu tagi.

Heimssýn, 27.1.2014 kl. 22:32

5 Smámynd: Óskar

Ef flokkur Evruandstæðinga hefur 7% fylgi þá skulum við bara gefa okkur að Evrópusinnar í Þyskalandi hafi 93% fylgi.  Þarf eitthvað að ræða málið meira ?  Reyndar athyglisvert að  í nánast öllum ríkjum ESB er mikill meirihluti íbúa ánægður með veru sinnar þjóðar í ESB- en þið eruð ekki mikið að birta þær tölur hér.  Enda eruð þið talsmenn forréttindastéttar, einangrunarsinna, afturhaldssinna og umfram allt kjána.

Óskar, 28.1.2014 kl. 04:04

6 Smámynd:   Heimssýn

Óskar og Haukur virðast vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem sjá má víða í fjölmiðlum í Evrópu þessa dagana sem kalla alla þá sem efast um gjörðir og þróun ESB sem bjána eða kjána.

Við hér í Heimssýn erum að reyna að halda úti upplýstri og málefnalegri umræðu um ýmislegt sem varðar ESB. Lengi vel kölluðu ESB-sinnar eftir málefnalegri umræðu og meiri umræðu um ESB-málin.

Nú er svo komið að það verður ekki þverfótað fyrir hrokafullum og dónalegum athugasemdum ESB-sinna, hvorki á vefjum hér á landi né víða erlendis. Nú virðast ESB-sinnar, eins og Óskar og Haukur, ekki þola upplýsingar og umræðu - eins og skoðanasystkin þeirra kölluðu þó eftir fyrir nokkru - heldur grípa til ómálefnalegs skætings.

Þeim væri nær að fylgjast með þeirri miklu bylgju óánægju sem nú kvíslast um Evrópu og veldur miklum ugg meðal ýmissa leiðtoga ESB-landa - nú síðast forsætisráðherra Spánar og Ítalíu: - sjá hér:

http://www.heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1350491/

Heimssýn, 28.1.2014 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 690
  • Frá upphafi: 1116883

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 607
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband