Leita í fréttum mbl.is

Hollenska þingið hafnar kosningu um ESB

ESB-andstæðingum í Hollandi tókst með 60 þúsund undirskriftum að fá hollenska þingið til að ræða tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um valdaframsal til ESB. Þingið hafnaði hins vegar tillögunni. Þá ætla ESB-andstæðingar að safna 300 þúsund undirskriftum til að krefjast atkvæðagreiðslu um ESB.

Frá þessu er sagt í Europaportalen.se.

Þar segir einn af hvatamönnum undirskriftanna, Thierry Baudet, að árið 2005 hafi 60% Hollendinga greitt atkvæði gegn þeim ESB-sáttmála sem síðan varð að Lissabon-sáttmálanum. Eftir það hafa völdin í Brussel yfir þjóðum ESB bara aukist, segir Baudet. 

Samtökin Burgerforum-EU sem standa fyrir þessum aðgerðum segja að völd ESB yfir aðildarþjóðum aukist stöðugt án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Þetta gerist hægt og bítandi.

Skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hlutar Hollendinga vilji halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aukna valdayfirfærslu til Brussel. Sami fjöldi Hollendinga telur að neitun þeirra á forvera Lissabon-sáttmálans hafi að engu verið höfð.

Hollendingar eru sem sagt ekki hrifnir af lýðræðinu í ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

60.000 af 16.770.000 Hollendinga eru sem sagt ekki hrifnir af lýðræðinu í ESB.  Einn af hverjum 280,  0,35%.

Þeir hljóta að loka skrifstofunum og leggja ESB strax niður.... Er það ekki það sem þú ert að reyna að segja?

Ufsi (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 19:42

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Athugasemd til Ufsa.

Meirihluti Hollendinga felldi forvera Lissabon sáttmálans í allsherjar þjóðaratkvæðagreisðlu.

En embættismenn valdaelítunnar hjá ESB voru ekki af baki dottnir þeir einfaldlega breyttu reglunum og endurskrifuðu sáttmálann og leyfðu ekki þjóðaratkvæaðgreiðslur um hann og tróðu þessu þannig upp á þjóðirnar.

Það var hin óþolandi ólýðræðislega leið Embættisaðalsins í Brussel og það er að koma þeim og þessu Rástjórnar valdaapparati enn frekar í koll núna.

Gunnlaugur I., 27.1.2014 kl. 20:20

3 Smámynd:   Heimssýn

Nei, nei, ufsi góður. Og lestu nú allan textann. Það þarf greinilega ákveðinn fjölda til að mál séu tekin upp í þinginu - og annan fjölda til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo kemur líka fram þarna að meirihluti þjóðarinnar - reyndar tveir þriðju - eru þeirrar skoðanir að ESB taki ekki mark á lýðræðislegum kosningum.

Heimssýn, 27.1.2014 kl. 20:20

4 identicon

Eftir stendur að 60 þúsund eru feitletruð og sett fram sem aðalatriði. Og restin eru gamlar kosningar, frjálslegar túlkanir á þróuninni og vafasamar skoðanakannanir sem sýna 170 sinnum meiri ESB andstöðu en ESB andstæðingum tókst að sanna með undirskriftum. Aumkunarverð skrif örvæntingafullra einangrunarsinna sem síðan klikkja út með því að ímynda sér einhverjar reglur Hollenska þingsins til að reyna að gera þennan litla lista merkilegan.

Ufsi (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 362
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2102
  • Frá upphafi: 1177741

Annað

  • Innlit í dag: 322
  • Innlit sl. viku: 1858
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 292

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband