Leita í fréttum mbl.is

Baráttan gegn aðild að ESB vekur athygli í Bretlandi

Það er fróðlegt að lesa skrif Richards North um baráttuna hér á landi gegn aðild að ESB. Með skrifum hans fylgir lýsandi mynd um hið erfiða verkefni Samfylkingarinnar við að draga Ísland inn í Evrópusambandið.

Richard, sem hélt erindi í Háskóla Íslands í gær, greinir í skrifum sínum frá samtölum sínum við Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Þar er m.a. fjallað um ferli umsóknar og aðlögunarviðræðna. Fyrrverandi ríkisstjórn og forsvarsmenn ESB sögðu að ekki ætti að taka langan tíma að klára það litla sem út af stæði í samningagerð. Markmið íslenskra stjórnvalda hefðu þó lítt verið gerð opinber.


Skrif Richards North eru hin skemmtilegasta lesning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Richard North er bullukollur "on a par with" Christopher Booker.

Þeir félagarnir hafa líka verið iðnir við að skrifa bækur og ritgerðir þar sem flestu er snúið á haus. Global warming er bull, ekkert samhengi er með tóbaksreyk og krabbameini, og asbest er ekki skaðlegt heilsunni, gott ef ekki hollt.

Glæsilegt hvað leigupennar hjá Heimssýn og Evrópuvöktum öfgamanna til hægri og vinstri eru fundvísir á ignoranta sem enginn maður með viti tekur mark á hér í Evrópu.

Þeim er jafnvel boðið til landsins til að halda silly erindi.

Tær snilld, eins og banka bófinn sagði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 14:04

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur - og ómálefnalegur í anda nýrrar taktíkur hjá ESB-aðildarsinnum. Það er víst ekki vanþörf á að endurtaka athugasemd sem hér var áður birt. Hún á eins við um Hauk og Ufsa, sbr. síðustu færslu:

Ufsi virðist ekki þola að greint sé frá því sem er að gerast í Evrópu. Hann virðist vera hluti af þeirri nýju hreyfingu meðal ESB-aðildarsinna sem leggur áherslu á stóryrði í garð þeirra sem taka þátt í umræðunni, uppnefna þá og reyna að gera lítið úr þeim á alla lund. Richard North fjallaði í Háskóla Íslands í gær um þessa taktík ESB-aðildarsinna sem virðist vera gegnumgangandi um alla Evrópu. Skætingur, uppnefni og ómálefnalegur málflutningur er nú kominn í stað þeirrar málefnalegu umræðu sem einu sinni einkenndi ESB-aðildarsinna. Athugasemdir Ufsa hér á síðunni síðustu daga staðfesta þetta. 

Heimssýn, 31.1.2014 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 2409
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2091
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband