Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðildarsinnar kúvenda í afstöðu sinni til þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðildar­viðræður

Það er ekki fyrst núna sem kannaður er hugur fólks til þess hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna viðræðnanna við ESB. Þetta var gert um mánaðamótin maí-júní 2009. Þá vildu 76,3% að ákvörðun um aðildarumsókn yrði borin undir þjóðina. ESB-aðildarsinnar máttu ekki heyra á það minnst, þjóðin yrði sér til skammar með því einu að efna til atkvæðagreiðslunnar.
 
Svo ritar Björn Bjarnason á vef Evrópuvaktarinnar í dag.
 
Þessi kúvending ESB-sinna er athyglisverð. Staðreyndin er hins vegar að Alþingi ákvað að senda inn umsókn um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina. Því er rökrétt að Alþingi afturkalli nú umsóknina formlega í ljósi þeirra kosningaúrslita sem urðu síðastliðið vor, stefnuskrár flokkanna og stjórnarsáttmála.
 
Gefum Birni orðið:
 
  

Það er ekki fyrst núna sem kannaður er hugur fólks til þess hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna viðræðnanna við ESB. Þetta var gert um mánaðamótin maí-júní 2009. Þá vildu 76,3% að ákvörðun um aðildarumsókn yrði borin undir þjóðina. ESB-aðildarsinnar máttu ekki heyra á það minnst, þjóðin yrði sér til skammar með því einu að efna til atkvæðagreiðslunnar.

Þessi mynd birtist á vefsíðu ESB-þingsins, þegar sagt frá samþykkt þess um viðræður við Ísland.

ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009. Nú er hún strönduð á pólitísku skeri. Vonandi verður hún sem fyrst dregin til baka. Hvort sem það verður gert eða ekki sýnir ný könnun að 67,5% vilja ekki að viðræðum verði haldið áfram nema þjóðin samþykki. Nú bregður svo við að ESB-aðildarsinnar telja niðurstöðu í könnuninni vatn á sína myllu. Að fylgja aðildarsinnum eftir á refilstigum umræðna um ESB krefst ímyndunarafls og sveigjanleika. Þeir vilja laga allt að eigin málstað.

Könnun júní 2009

Hinn 10. júní 2009 birt Morgunblaðið niðurstöðu í skoðanakönnun þar sem þrír af hverjum fjórum töldu mikilvægt að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Capacent Gallup gerði könnunina 28. maí til 4. júní 2009 fyrir samtökin Heimssýn.

Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

76,3% þeirra, sem svöruðu, sögðust telja að það skipti mjög miklu eða frekar miklu máli. 5,8% svöruðu hvorki né en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.

Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3%.

Þegar þessi niðurstaða var birt blésu ESB-aðildarsinnar á hana og töldu það óþekkta fásinnu að nokkrum manni dytti í hug að spyrja þjóð fyrirfram hvort hún ætti að sækja um aðild að ESB. Það gæti enginn gert slíkt upp við fyrr en hann sæi niðurstöður aðildarviðræðna. Þess yrði auk þess ekki langt að bíða að þjóðin greiddi atkvæði um slíkar niðurstöður – það mundi verða fljótlegt að semja við ESB.

Áður en alþingi samþykkti aðildarumsóknina 16. júlí 2009 felldu aðildarsinnar tillögu um fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Könnun janúar 2014

Í janúar 2014 gerir Maskína könnun fyrir aðildarsamtökin Já! Ísland.

Í Þjóðgátt Maskínu á netinu var spurt dagana 10. til 20. janúar 2014:Viltu að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða viltu það ekki?

Í ljós kemur að 67,5% svarenda vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 32,5% vilja ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.

Hvað hefur breyst frá 2009?

Í lok janúar 2014 bregður svo við að ESB-aðildarsinnar láta eins og niðurstaðan í könnun Maskínu sé sigur fyrir þeirra málstað. Könnun segir hins vegar það eitt að mikill meirihluti fólks vill ekki að haldið verði áfram aðildarviðræðum við ESB án þess að það sé samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þetta við hvort sem umsóknin verður formlega afturkölluð af alþingi eða ekki.

Staðan er hin sama nú og 2009 þegar litið er til afstöðu þjóðarinnar. Breytingin milli 2009 og 2014 felst í kúvendingu ESB-aðildarsinna. Hvað veldur? Hvers vegna skýra þeir ekki fyrir almenningi ástæður sinnaskipta sinna?

Bj. Bj 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vorið 2009 var almennt ríkjandi áfalla-ástand hjá einstaklingum í öllum stéttum og stöðum. Áfallahjálp er viðurkennd hjá siðmenntuðum samfélögum sem nauðsynleg, eftir mikið áfall/slys/hamfarir.

Það er oft rætt um hversu hámenntuð þessi þjóð sé. En það vantaði áfallahjálp eftir stærsta áfall Íslands-þræla, frá því að fólk flutti út úr torfkofunum. Fólk var rænt, rekið út af heimilum sínum, og heimilin seld aftur af þjófunum. Brennuvargar!

Það tekur enginn raunhæfa og rétta ákvörðun í áfallaástandi. Skiljanlega.

Hér þurfa embættisábyrgðar-stofnanir á Íslandi, (og víðar), að svara fyrir svona glæpsamlega vanrækslu í siðmenntuðu samfélagi. Það er ekki leyfilegt að knésetja neinn með valdkúgunum. Og síst af öllu vegna áfallaástands einstaklinga (í öllum stöðum/stéttum), eftir kerfisspillingar-hamfarir.

Hér er mörgum spurningum ósvarað af valdamestu stofnunum og embættum landsins, núna 6 árum seinna. Þrátt fyrir ofurlaun fyrir ofurábyrgð valdahafa innan embættanna/stofnanna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2014 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 2427
  • Frá upphafi: 1165801

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2108
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband