Leita í fréttum mbl.is

Gísli Marteinn leiðréttur um afstöðuna til krónunnar

Það var einkennileg áhersla hjá Gísla Marteini að segja í upphafi sjónvarsþáttar síns í dag að helmingur þjóðarinnar vildi losna við krónuna þegar stuðningur við krónuna hefur aukist verulega á undanförnum árum og samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilji nú meira en helmgingur Íslendinga halda krónunni. Óljóst er hvað hinn helmgingurinn vill því það kom ekki fram í skoðanakönnuninni. 

Það var ekki minnst á evruna. 

Rétt fréttamat hjá Gísla hefði verið að stuðningur við krónuna hefði stóraukist á undanförnum árum og að ríflega helmgingur þjóðarinnar vildi nú halda krónunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður þó að segja Gísla til varnar að hann talar þó um krónuna í þessu sambandi. Í fyrstu frétt ruv af þessari könnun var sagt að tæplega helmingur þjóðarinnar vildi taka upp evru!

Eins og þeir vita sem skoðuðu könnunina, þá var ekki spurt í henni hvaða annan gjaldmiðil skyldi taka upp. En á fréttastofu rúv virðist vera sú þekking á heimsmálunum að einungis séu tveir  gjaldmiðlar í allri veröld, Krónan okkar og evran.

En aftur að Gísla Martein og þætti hanns. Það er ekki bara niðurtal hanns á krónunni sem er slæm, heldur verður ekki betur séð en hann hafi tekið að fullu við kefli Egils í ESB áróðri. Þá fer nokkuð í taugar mér hvernig hann tekur á borgarpólitíkinni í sínum þætti. Hann á greinilega erfitt með að slíta sig frá þeim vinatengslum sem hann hafði myndað við sína pólitísku andstæðinga á þeim vettvangi og talar enn þeirra máli, því miður! 

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2014 kl. 12:34

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Greinilegt að Gísli Marteinn er í ESB liðinu.

Hann hefði aldrei fengið þetta starf frá hjá kratanum Páli Magnussyni öðru vís en að þetta hefði verið tryggt fyrirfram.

Hörmulegt og svívirðilegt hvernig RÚV er enn og aftur misnotað í þágu þessa ESB trúboðs !

Gunnlaugur I., 9.2.2014 kl. 13:01

3 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er athyglisvert sem þú segir, Gunnar Heiðar, um fyrstu frétt RUV af könnuninni: að fréttamenn hafi sagt að helmingur vildi taka upp evru þegar ekki var minnst á hana. Það væri fróðlegt að fá tengil á þetta .....

Heimssýn, 9.2.2014 kl. 13:27

4 Smámynd:   Heimssýn

Hér er vitleysan á RUV:

http://www.ruv.is/frett/krona-og-evra-jafnvinsael-her-a-landi

Hér gefur fréttamaðurinn sér að að þeir sem ekki vilji krónuna vilji evruna. Það var ekkert minnst á evruna í þessari könnun. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð. Reyndar var önnur skondin frétt á RUV í vikunni um að bakteríur í íslensku kjöti gætu verið stórhættulegar fyrir Evrópubúa. Ef þær eru hættulegar, eru þær þá hvorki hættulegar fyrir Íslendinga né Bandaríkjamenn, svo dæmi sé tekið.

Ruglfrétt RUV um evruna var svona:

Jafnmargir Íslendingar vilja halda krónunni og vilja evru. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en alls vilja 50,3 prósent halda krónunni og 49,7 prósent taka upp evru - munur sem er langt innan skekkjumarka.

Stuðningur við evru fer hins vegar stigvaxandi og hefur aukist um tólf prósent frá því í apríl 2009. Það er eingöngu meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem meirihluti er fyrir að halda krónunni. Fylgismenn Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins skiptast í jafn stóra hópa í afstöðu sinni og hjá fylgjendum annarra flokka vilja fleiri taka upp evru.

Heimssýn, 9.2.2014 kl. 13:39

5 Smámynd:   Heimssýn

Hér er færsla á Heimssýnarblogginu um þessa könnun frá síðasta fimmtudegi. Þar er minnst á að stuðningur við krónuna hafi stórvaxið - eins og Gissur Sigurðsson fréttamaður á Bylgjunni rakti. Hvernig gat fréttamaður RUV mislesið þetta svona? Var þetta leiðrétt eða afsökun borin fram?

http://www.heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1353046/

Heimssýn, 9.2.2014 kl. 13:45

6 Smámynd:   Heimssýn

Bestu þakkir fyrir ábendinguna, Gunnar. RUV er nú búið að birta leiðréttingu - sjá hér:

http://www.ruv.is/frett/tvaer-jafn-storar-fylkingar

Heimssýn, 9.2.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 223
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 2592
  • Frá upphafi: 1165220

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 2219
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband