Leita í fréttum mbl.is

Ísland opið, en ekki til sölu og ekki á leið í ESB

Sigmundur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var alveg skýr þegar hann talaði til Viðskiptaþings í dag. Núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að stuðla að því að Ísland gangi í ESB, Ísland er opið fyrir viðskiptum en það er ekki til sölu.

Í meðfylgjandi frétt mbl.is kemur fram:

Sigmundur beindi svo orðum sínum að Samtökum atvinnulífsins og sagði að í kjölfar þess að hann hefði bent á að innlend fjárfesting hefði ákveðna kosti framyfir þá erlendu, þá hefði forstöðumaður úr samtökunum gagnrýnt þá hugmynd og unnið gegn hagsmunum lands og þjóðar. Sagði hann þetta mjög skaðlegt út á við og sagði að samtökin ættu að skoða það að nýta fjármagn sitt betur til uppbyggilegra ábendinga eða spara félagsmönnum sínum fé og setja á fót bloggsíðu í stað þess að halda úti fullu starfi. 

Ennfremur segir þar:  

Í lok erindisins fór Sigmundur yfir stefnu stjórnvalda varðandi Evrópusambandsaðild og sagði að Ísland væri ekki á leið í sambandið og að vonir manna til þess að viðræður ættu sér stað í alvöru meðan utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar væri andsnúin aðild væru ekki raunsæjar.

Yfirskrift Viðskiptaþings þetta árið var opið fyrir viðskipti? (e. Open for business?) og sagði Sigmundur að þeirri spurningu væri auðvelt að svara. Sagði hann að Ísland væri sannarlega opið fyrir viðskipti, en að búðin væri ekki til sölu. (e. Yes, Iceland is open for business, but the store is not for sale.) 

 


mbl.is Ísland er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aðildar-aðlögunar-umsóknin ríkisstjórnar-hótunar/kúgunar-framkallaða frá 2009 er enn í gildi. Óheiðarlegt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 21:28

2 Smámynd: Elle_

Gott hjá Sigmundi.  Hann ætlar að standa fastur gegn þessu Brussel- og ICESAVE-liði. 

Elle_, 12.2.2014 kl. 21:47

3 Smámynd: Elle_

Nú getur Sigmundur þrýst á um að draga vitleysuna alfarið til baka og að ICESAVE-málið í heild sinni verði rannsakað.  Líka að ný rannsóknarskýrsla verði gerð um bankamál Steingríms (sbr. heimildir Víglundar Þorsteinssonar).

Elle_, 12.2.2014 kl. 23:31

4 Smámynd: Hvumpinn

Það er nú gott að vita að Heimóttin er lifandi og veifar heykvíslunum

Hvumpinn, 13.2.2014 kl. 00:41

5 Smámynd: Elle_

Þú gætir gert það góðverk að skila kvíslum Viðskiptaráðs beint til þeirra heldur en að láta kvíslarnar þeirra fara í taugarnar á þér í rangri síðu.

Elle_, 13.2.2014 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 209
  • Sl. sólarhring: 469
  • Sl. viku: 2689
  • Frá upphafi: 1164896

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband