Leita í fréttum mbl.is

Sláandi munur á atvinnuástandi hér á landi og á evrusvæðinu

atvinnaherthar

Þegar skoðuð eru nýbirt gögn Seðlabanka Íslands um atvinnuástandið hér á landi í samanburði við evrusvæðið sést hversu munurinn er sláandi Íslandi í hag. Það er ekki aðeins að atvinnuleysi er miklu minna hér heldur er atvinnuþátttakan miklu meiri hér.

Bíddu nú við, kann  einhver að spyrja? Er það ekki sjálfgefið að atvinnuþátttaka sé meiri ef atvinnuleysi er minna? Ja, dæmið er ekki alveg svo einfalt vegna þess að atvinnuleysi er reiknað af þeim sem taka þátt. Þannig er atvinnuleysi ríflega 5% hér á landi samkvæmt tölum Hagstofunnar (4,1 samkvæmt Vinnumálastofnun) og er þá miðað við ríflega 82% af mannfjölda á aldrinum 15-64 ára. Á evrusvæðinu eru hins vegar aðeins um 64% af þessum aldri á vinnumarkaði og af þeim eru 12% án atvinnu.

Gróft reiknað eru þá um 78% á þessum aldri í vinnu á Íslandi, en aðeins rúmlega helmingur, eða um 55% á evrusvæðinu.  Þetta er mjög sláandi munur.

Munurinn verður ennþá meiri á milli Íslands og evrusvæðisins þegar litið er til atvinnu kvenna. Mun algengara er á evrusvæðinu að konur séu enn heimavinnandi. Þar er sums staðar aðeins um helmingur kvenna á vinnumarkaði. Á Íslandi er hins vegar atvinnuþátttaka kvenna með því mesta sem gerist og þykir Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1118455

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 823
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband