Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Hvað hefur Vilhjálmur Bjarnason á móti Sauðkrækingum?
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á Alþingi rétt í þessu að sig óaði við því að fullveldismál þjóðarinnar væru rædd á Sauðárkróki. Hann sagði að sig hefði rekið í rogastans yfir tíufréttum sjónvarps í gærkvöldi yfir því að það væri ein aðalfréttin að Heimssýn væri með fund um fullveldismálin á Sauðárkróki.
Hvað í ósköpunum á þessi þingmaður við?
Hvers konar dónaskapur er þetta í þingmanninum gagnvart Sauðkrækingum, gagnvart Norðlendingum og gagnvart Heimssýn?
Eru fullveldismálin eitthvert einkamál tiltekins hóps? Mega ekki aðrir ræða þau mál en þeir sem eru Vilhjálmi Bjarnasyni þóknanlegir?
Hvað á svona málflutningur eiginlega að þýða?
Nýjustu færslur
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
- Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega
- Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Í...
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Vaxtavitleysa
- Er stefnan eintóm blekking?
- Um hvað snýst málið?
- Á Seltjarnarnesi
- Að fá einhverja aðra til að stjórna
- Vindhögg
- Bjarni bilar ekki
- Er ekki bara best að banna meira?
- Sósíalistar og Evrópusambandið
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 273
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 1856
- Frá upphafi: 1162025
Annað
- Innlit í dag: 253
- Innlit sl. viku: 1668
- Gestir í dag: 243
- IP-tölur í dag: 243
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara hlægilegur barnaskapur 101 lattelepnandi einstaklings, sama hvaða flokki hann tilheyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 18:43
Það er ástæðulaust að taka mark á manni sem helst sínir sig í að vera hrokafullt monthænsn.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2014 kl. 19:32
Það sem mér finnst óeðlilegt við þessi ummæli Vilhjálms, er að hann lætur þau falla í ræðustól Alþingis.
Allir vita að Vilhjálmur er ekki sáttur við þann stjórnarsáttmála sem nú gildir, þykir of mikið hallað á fjármagnsöflin í honum. Þá er einnig vitað hvert álit hann hefur á samstarfsflokknum. Það er auðvitað honum í sjálfsvald sett hvort hann er sáttur eða ósáttur við þennan stjórnarsáttmála, en sem þingmaður annars stjórnarflokksins ber honum að ræða þá ósátt sína innan síns flokks.
Nái hann ekki árangri á þeim vígstöðvum og geti hann ekki sætt sig við meirihlutavilja sinna félaga þar, hefur hann auðvitað það val að segja sig frá þingmennsku, nú eða fara að dæmi þeirra vinstrimanna sem ekki sættu sig við síðustu ríkisstjórn og segja sig úr þingflokknum.
Þegar stjórnarliði rægir ráðherra í ræðustól Alþingis, er eitthvað stórkostlegt að. Þá er virkilega þörf fyrir þann þingmann að skoða sjálfan sig og sína stöðu.
Gunnar Heiðarsson, 20.2.2014 kl. 20:35
Sammála Gunnar, hafði á tímabili álit á þessum manni,en það er löngu fokið út í veður og vind.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 20:40
Enn og aftur kemur í ljós að Vigdís kann ekki íslensku. Kannski hún ætti að fara á íslenskunámskeið fyrir með fullri virðingu fyrir ítlendingum. Ekki nær hún henni í íslenskum skólum.
Hræddur er ég um að Sauðkræklingar hlæji sig máttlausa yfir þessum skrifum.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 21:37
Vilhjálmur var eins og hann væri að tala við sjálfan sig en ekki um skýrsluna sem átti að fjalla um. Silja Dögg var hinsvegar toppurinn og mjög málefnaleg.
Valdimar Samúelsson, 20.2.2014 kl. 21:38
Hver er punkurinn þinn, Hafþór, nema bara rægja Vigdísi? Og hvar kom fram að Vigdís hafi skrifað pistilinn? En þar sem þú vilt vera svona ofurnákvæmur og skrifar kannski aldrei neitt vitlaust, hvað þýðir ítlendingum?
Elle_, 20.2.2014 kl. 22:17
Vá, eins gott að laga orðið punktur, þetta átti að vera punkturinn þinn, með t-i.
Elle_, 20.2.2014 kl. 22:17
Hahaha. Vilhjálmur góður.
Grenjiði nú andsinnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 22:25
Og eitt enn, Hafþór, meðan andinn (öndin?) Ómar er að grenja, það á að skrifa HLÆI, ekki hlæji. Meira að segja ég veit þetta.
Elle_, 20.2.2014 kl. 22:38
Ágæti Hafþór.
Orðabækur og málfarsbankar vilja hafa þetta heiti á Sauðkrækingum eins og stendur skrifað.
Sjá hér:
http://malfar.arnastofnun.is/?p=4332
Og fyrst við erum að tala um íslenskt mál þá má upplýsa þig um það að það eru þrjár íslenskuvillur í textanum þínum.
Heimssýn, 20.2.2014 kl. 23:40
,,Mig hins vegar óar við þeirri framtíð, sem við mér blasti í 10 fréttunum í gærkvöldi, þegar ég hugsaði til Þjóðbrókar mikillar – það var þáttur hér í útvarpi sem var kölluð Þjðoðbrók – þ.e.a.s. þegar herferð Heimssýnar þ.e.a.s. samtaka gegn hugsanlegri ESB-aðild, herferðin hófst á Sauðarkróki. Mig óaði við þeirri framtíð og ég óska að svo verði ekki. Og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á fréttirnar voru orð Þorgeirs [Hávarssonar] í Fóstbræðrasögu eða Gerplu: ‘Ek em íslenskur maður og mig fýsir lítt að fara að siðum annarra manna.’
Kannski erum við Íslendingar ekki hæfir í samfélagi þjóðanna og að getur vel verið að það verði niðurstaða manna.
Ég veit að ég tala hér þvert á afstöðu flestra sjálfstæðismanna – eða þingmanna sjálfstæðisflokksins, – og ég leyfi mér það. En hins vegar þá vil ég vekja athygli á því að það eru margir sjálfstæðismenn, sérstaklega í stétt atvinnurekenda og þeirra sem bera ábyrgð á lífskjörum fólks í þessu landi, sem eru annarrar skoðunar en meginhluti þingflokks sjálfstæðisflokksins.
Og ég stend með íslensku atvinnulífi og vinnandi fólki og vil hag þess sem bestan, ég vil að þeir Íslendingar, sem munu búa hér í landinu eftir minn dag, muni búa í góðu landi og þess vegna óska ég eftir því að þessum aðildarviðræðum verði lokið með því að það verði samið ellegar að samningar takist ekki, þá nær það ekki lengra, og þá verðum við bara að lappa upp á þennan samning sem er kallaður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem er náttúrlega bráðabirgðagjörð. En guð forði mér frá því sem var að gerast á Sauðárkróki í gær." (Vilhjálmur Bjarnason)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.