Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaga styður ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar

Bjarni
Félög sjálfstæðismanna lýsa nú hvert á fætur öðru stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og við ríkisstjórnina í ESB-málinu. Stjórn Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sendir sína stuðningsyfirlýsingu eins og mbl.is greinir hér frá:
 

Stjórn Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík styður formann Sjálfstæðisflokksins og þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. „Ákvörðunin er í fullkomnu samræmi við ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál en þar segir m.a. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktun frá félaginu.

Svo segir: 

Vert er að hafa í huga að áður en ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar sótti um aðild að Evrópusambandinu krafðist fjöldi fólks þess að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Sömu þingmenn og virtu raddir þessa fólks að vettugi krefjast þess nú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort slíta eigi viðræðunum.  Tvískinnungur viðkomandi þingmanna er algjör.

Skoðanakannanir á síðustu árum hafa ítrekað sýnt fram á að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Ríkisstjórnin á sannarlega lof skilið fyrir að hlusta á og fylgja eftir vilja þjóðarinnar í þessu viðamikla máli. Þá ber að fagna því að formaður Sjálfstæðisflokksins fylgi eftir ályktun landsfundar af bæði heilindum og staðfestu.  Stjórn Varðar lýsir eindregið yfir trausti á formanni Sjálfstæðisflokksins. Er það von stjórnarinnar að kjörnir fulltrúar flokksins haldi áfram að vinna að góðum málum í samræmi við ályktanir landsfundar.  Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til vera forystuafl í að leiða umræðu og stefnu í utanríkismálum, Íslandi og Íslendingum til hagsældar.“ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1809
  • Frá upphafi: 1183012

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband