Leita í fréttum mbl.is

Forseti Íslands segir aðild að ESB ekki henta Íslandi

olafur-ragnar-aramot-2008
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við rússneskan fjölmiðil að aðild að Evrópusambandinu henti ekki Íslandi, Noregi og Grænlandi. Ríkisútvarpið endurvarpar hlutum úr fréttum rússneska miðilsins um þetta. Þar kemur fram:
 
 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að áhugaverðir tímar séu framundan fyrir Ísland, Noreg og Grænland, og að aðild að Evrópusambandinu henti ekki þessum löndum. Þetta kemur fram í viðtali sem rússneski fjölmiðlinn Metronews.ru birti á heimasíðu sinni í gærkvöld

Ólafur settist niður með nokkrum blaðamönnum frá Rússlandi og afrakstur þess samtals er birtur í grein Metronews. Aðspurður um ástæður þess að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að draga til baka aðildarumsókn sína, segir Ólafur (skv. Googleþýðingu á greininni yfir á ensku) að aðild að ESB henti ekki Íslandi af sömu ástæðu og aðild henti ekki Noregi og Grænlandi, vegna skipan efnahagsmála í þessum löndum og sjávarútvegsstefnu ESB. Maður þurfi aðeins að líta á kort af norðurslóðum til að sjá mikilvægi þessara þriggja ríkja, í ljósi aukins áhuga á norðurslóðum og aukinnar skipaumferðar um svæðið. Forsetinn er í greininni einnig spurður um fund sem hann átti með Putin Rússlandsforseta fyrir 11 árum um málefni Norðurslóða og hvað hafi breyst á þessum tíma. Hann segir að fyrir 11 árum hafi Putin hafi þá sagt að best væri að byrja á að ræða þessi málefni við yfirvöld á norðlægum svæðum Rússlands, en forgangsröðunin hafi breyst á undanförnum árum. Nú líti Putin og utanríkisráðuneyti Rússlands á norðurslóðir sem forgangsverkefni; nýlega sé búið að gera samkomulag um björgunaraðgerðir, en einnig sé verið að ræða um vandamál sem tengist olíuvinnslu, umhverfisvernd, upplýsingatækni og samgöngur. Forsetinn nefnir í því samhengi að Icelandair fljúgi nú þegar til St. Pétursborgar, sem kalla megi höfuðborg Norðurslóða - engin önnur borg geti gert tilkall til þess titils. 

Hægt er að nálgast greinina hér 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 162
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1940
  • Frá upphafi: 1183143

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 1702
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband