Leita í fréttum mbl.is

Málþóf: Rætt um fundarstjórn í 321 mínútu

karlg
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, bendi á nokkrar staðreyndir í dag varðandi málþóf stjórnarandstöðunnar eins og meðfylgjandi frétt mbl.is greinir frá. 
 
 

Á fyrstu tveimur þingfundum vikunnar var rætt í 321 mínútu um fundarstjórn forseta í 292 ræðum. Lengst talaði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og skammt á eftir komu þeir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Þetta kom fram í máli Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Hann benti á að samkvæmt þingsköpum megi þingmenn koma upp í eina mínútu til að gera athugasemd við fundarstjórn forseta en ekki eigi að nýta þann ræðutíma í annað. Hann hvatti í kjölfarið almenning til að fylgjast með því þegar þingmenn kveða sér hljóðs undir þessum lið og um hvað þeir ræða.

Karl sagði eitt stærsta vandamál Alþingis vera vantraust almennings. Ávallt sé stutt í málþófið og það sé til skammar.

Miklar deilur hafa verið á Alþingi í vikunni vegna ákvörðunar stjórnvalda um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að utanríkisráðherra nái að mæla fyrir þingsályktunartillögunni í þessari viku en í næstu viku verða ekki þingfundir vegna nefndadaga. 

mbl.is Rætt um fundarstjórn í 321 mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 205
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 2685
  • Frá upphafi: 1164892

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 2306
  • Gestir í dag: 170
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband