Leita í fréttum mbl.is

Evrusérfræðingur nr. 1 hissa á Samfylkingunni

Gros
Daniel Gros er ekkert smápeð í evru- og ESB-málum. Hann hefur aðstoðað ríki við að taka upp evru gegn vilja ESB, hann hefur stýrt virtri hagrannsóknarstofnun í Evrópu og hann er fastur viðmælandi helstu fjölmiðla í Evrópu um evru og ESB. Hann var fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands á síðasta kjörtímabili. Og hann segist undrandi á því að Samfylkingin hafi knúið á um aðildarumsókn sumarið 2009.
 
Ríkisútvarpið virðist ekki hafa haft vit á því að ræða við Gros á meðan hann var hér með annan fótinn, en það ræddi við hann núna til að spyrja hann um áformin um að draga umsókn að ESB til baka. Svar Gros var sjálfsagt ekki það sem fréttamenn RUV höfðu búist við. Það kemur honum nefnilega ekki á óvart að ríkisstjórnin áformi að draga umsóknina til baka. Það sé í raun eðlilegt. Hann var hins vegar hissa á Samfylkingunni að knýja í gegnum Alþingi umsókn um aðild að ESB þegar lítill stuðningur var við það meðal þjóðarinnar.
 
Því í ósköpunum töluðu menn ekki meira og betur við Daniel Gros fyrr? Það væri kannski ráð að fá hann til að uppfræða Samfylkinguna eilítið um ESB-mál ....
 


mbl.is Skaðar ekki mögulega umsókn síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband