Leita í fréttum mbl.is

Frosti Sigurjónsson er með réttu spurninguna í ESB-málinu

Frosti

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kom í ræðu á Alþingi í gær inn á það sem skiptir nú mestu máli í ESB-umræðunni. Hann bendir á að aðildarferlið er ekkert annað en aðlögun að ESB eins og útskýrt er í Viðauka I með skýrslu Hagfræðistofnunar um umsóknarferlið. Þar stendur á síðu 25: 

“Þær breytingar á aðildarferlinu sem urðu með umsókn Mið- og Austur-Evrópuríkjanna hafa sætt gagnrýni. Með þeim hafi Evrópusambandið fengið yfirhöndina í aðildarviðræðum sem sé þróun sem hófst með fyrstu stækkuninni. Ríkjunum sé ekki eingöngu gert að samþykkja löggjöf sambandsins á fyrstu stigum heldur einnig að laga sig að stefnu sambandsins og hrinda löggjöf þess í framkvæmd fyrir gerð aðildarsamnings og gildistöku hans.”

Þess vegna:

  • Krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna er öðrum þræði krafa um áframhald viðræðna.
  • Krafa um áframhald viðræðna er krafa um að Ísland færist með aðlögunarferlinu að og inn í ESB. 
  • Þjóðin er á móti aðild. Meirihluti Alþingis og ríkisstjórnin er á móti aðild.
  • Þess vegna ber að afturkalla umsóknina formlega með sama hætti og hún var sett af stað.
  • Þjóðaratkvæðagreiðsla er því rökleysa í þessu samhengi.
Það er því rétt þegar Frosti spyr á þessa leið: Hefði ekki verið rétt að spyrja þjóðina leyfis áður en farið var í aðlögunarviðræðurnar sem toga Ísland að og í ESB? Að auki má spyrja: Er ekki rétt að spyrja þjóðina áður en gerðar eru grundvallarbreytingar á regluverki landsins að kröfu erlends valds?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Gagnrýnin hefur reyndar aðallega verið á hinn veginn, að aðildarríki suðaustur-Evrópu hefðu þurft að aðlaga sína stjórnsýslu og lýðræðisstofnanir enn MEIRA áður en ríkin gengu inn í Evrópusambandið.

En látum það liggja á milli hluta.

Eru einhverjir einstakir þættir þessarar meintu aðlögunar sem Heimsýn telur óæskilegt að innleiða?

Nákvæmlega hvaða þættir eru það?

Einar Karl, 27.2.2014 kl. 09:49

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Niðurstaða þessarar þjóðar-skoðanakönnunar (ef af yrði núna) yrði notað sem endanlegt svar við hvort Ísland vilji vera í ESB. Fólk á rétt á að vita sannleikann eins og hann er, hvort sem það vill vera í ESB eða ekki.

Hvernig væri að fá upplýsingar um hvað fer mikið af aðildarfjármagni ESB-ríkjanna til vopna/hergagna og svívirðilegs hertökubrölts í kúguðum ríkjum utan ESB?

Vill fólk (já-arar og nei-arar) ekki vita hvers konar hernaðarbandalag það er að ganga til liðs við, með ESB-aðild?

Það verður varla ókeypis fyrir valdalausan almenning, að vera í ESB framtíðarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2014 kl. 10:31

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kíkið á þetta myndband af Össuri að ræða við ESB herrana.

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8&feature=share

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.2.2014 kl. 15:50

4 identicon

Það sem Frosti vísar til er að ríki þurfa að uppfylla ákveðna staðla um réttaríkið, tjáningarfrelsi og annað sem við kemur grundvallar mannréttindum, þess vegna er Tyrkland ekki komið lengra í sínum virðæðum en raun ber vitni.  Að mínu viti hefur ísland ekki þurft að taka upp eina einustu reglu ESB í sambandi við þessa umsókn.  Auðvitað höfum við þurft að taka upp ca 9500 vegna EES en það er allt í lagi ekki satt. 

Anna - Við erum aðilar að Nató sem er hernaðarbandalag, ESB hefur ekki eiginlegan her en hefur samt tekið að sér friðargæslu og þá leggja aðildarríkin til herafla ef ég skil þetta rétt.    Einhverjar hugmyndir hafa verið um að stofna sameiginlegan her en í það hefur verið fálega tekið.

Ragnar Ríkharðsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband