Leita í fréttum mbl.is

Raunvextir íbúðalána á Kýpur mun hærri en hér

Frosti

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ritar í dag pistil á vef sinn þar sem hann greinir frá því að raunvextir íbúðalána á Kýpur séu mun hærri en hér á landi. Áður hefur Frosti rakið í ræðum sínum á Alþingi hversu mismunandi vaxtakjörin eru í hinum ýmsu evrulöndum. Pistill Frosta í dag er svohljóðandi: 

Evruríkið Kýpur lenti í efnahagslegu áfalli og glímir nú við afleiðingar þess. Aðild að myntbandalagi reyndist því ekki sú trygging gegn efnahagshruni sem margir hafa haldið.

Aðild að myntbandalaginu reynist ekki heldur vera sú vörn gegn háum vöxtum íbúðalána sem margir hafa talið.

Samkvæmt Bank of Cyprus eru nú vextir lána til kaupa á íbúð til eigin nota hærri en 5% en hærri en 7% ef um fjárfestingu í húsnæði er að ræða. Verðbólga á Kýpur í janúar mældist neikvæð um 2.8%. Þar sem þessi íbúðalán í evrum eru óverðtryggð og verðhjöðnun er 2.8% má segja að raunvextir þeirra séu frá 7,8% – 9.8% eins og staðan mála er núna.

Hér í krónulandi hrunsins eru raunvextir íbúðalána mun lægri. Landsbankinn býður núna 3,8% verðtryggða vexti á íbúðalán. Óverðrtryggð lán bera 7,3% nafnvexti en verðbólga mælist nú 2%. Raunvextir óverðtryggðra íbúðalána á Íslandi eru frá 5,3% sem er töluvert lægra en 7,8%.

Þetta dæmi sýnir að evran er ekki það örugga skjól sem talið var. Evran getur ekki tryggt aðildarríki gegn kreppum og ekki heldur tryggt þeim lægri vexti. Þar mun hverju ríki reynast best að stjórnvöld á hverjum tíma, fyrirtækin og landsmenn sýni ráðdeild og yfirvegun í sínum efnahags- og peningamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 18
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 1757
  • Frá upphafi: 1176930

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1595
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband