Leita í fréttum mbl.is

Viðsnúningur Samfylkingar

pallvSamfylkingin knúði í gegn með naumum meirihluta samþykkt á Alþingi um umsókn um aðild að ESB án þess að þjóðin yrði spurð fyrst. Samt sögðust 76% þjóðarinnar þá vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Afturköllun umsóknar nú leiðréttir þessi mistök Samfylkingarinnar.
 
Páll Vilhjálmsson bloggar um málið með þessum hætti: 
 
 

Í júní 2009 sögðust 76 prósent þjóðarinnar vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG skellti skollaeyrum og sendi umsókn til Brussel mánuði síðar á grundvellinaums meirihluta á alþingi.

Pólitískt umboð skorti fyrir umsókninni 2009 enda Samfylkingin eini ESB-flokkurinn og fékk tæplega 30 prósent fylgi.

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er með skýrt pólitískt umboð til að afturkalla ESB-umsóknina enda báðir stjórnarflokkarnir með það á stefnuskrá sinni að hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Pólitískur skæruhernaður RÚV og 365miðla í samvinnu við Samfylkinguna getur ekki komið í veg fyrir að alþingi lagfæri lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009 og afturkalli ESB-umsóknina. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg sammála Páli í þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 968200

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband