Leita í fréttum mbl.is

Lamað aðildarferli yrði steindautt

agustthorarnason
Í þættinum Vikulokin á Rás 2 ræddu þau Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen og Óttar Proppé meðal annars um ESB-málin. Í umræðunum kom fram að það hefði átt að vera nægur tími til að semja á síðasta kjörtímabili en það varð hins vegar pólitískt ómögulegt vegna bæði afstöðu innlendra stjórnmálamanna og afstöðu ESB til okkar stærstu mála. 
 
Þá kom fram í umræðunum að miðað við reynsluna á síðasta kjörtímabili væri það enn meiri fjarstæða að ætlast til þess að árangur næðist í viðræðum við ESB nú ef núverandi stjórn þyrfti að hefja þá vegferð.
 
Enn fremur kom fram hjá Björg Thorarensen prófessor í lögum að þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki lagalega bindandi og að það væri óheillaskref að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu núna. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá pæling. Það vill oft gleymast í umræðunni að við erum ekki einangruð frá umheiminum og ESB er eins meðvitað um stöðuna hér og við. Þannig að komi til þess að núverandi stjórnvöld þurfi að hefja viðræður þá kemur í ljós hversu áfjáð ESB er að fá okkur þarna inn. þá verður það á ábyrgð ESB að heilla óákveðna og marga nei sinna uppúr skónum. Aðildarsinnar verða þá að leggja traust sitt á ESB frekar en Íslensku samninganefndina, samninganefndin tekur fyrsta tilboði. Ef ESB vill Ísland þá verða þeir að koma með "tilboð sem ekki er hægt að hafna". Erum við eins eftirsótt og haldið hefur verið fram?

Það að auki þá hangir e.t.v. meira en Ísland á spýtunni fyrir ESB. Vill ESB að við fellum samninginn eins og Norðmenn eða fáum við samning sem fær jafnvel Norðmenn til að endurskoða afstöðu sína? Og þá væri stutt í Færeyinga og Grænlendinga. Hvað vill ESB ganga langt fyrir allt Norður Atlandshafið?

Og hafi ESB lítinn áhuga og sé ósveigjanlegt þá verður samningurinn felldur, málið afgreitt og allir glaðir. Sama hvernig fer þá verður niðurstaðan það sem þjóðin telur sér fyrir bestu og betri en núverandi ástand úlfúðar og ósættis. Hver vill það ekki? Hvers vegna hræðir það fólk?

Ufsi (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 13:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta upphlaup snerist ekki um það að knýja ríkistjornina með neinum hætti til að fara í samningaviðræður heldur eingöngu um það hvort halda ætti umsókninni í sama limbói áfram og hún er. Um það vildi fólk kjósa.

Það sem samfylkingin vildi fyrst og fremst koma í veg fyrir er það að fólk fengi að kjósa um það hvort í vegferðina yrði lagt. Þeir hafa hafnað öllu slíku fram að þessu, alveg frá því að þetta var selt þingheimi sem "könnunarviðræður".

Er Heimsýn sjálf orðin svo gegnsýrða af vinstriáróðrinum að hún sé farin að trúa því að þetta sé eitthvað öðruvísi?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:00

3 Smámynd:   Heimssýn

Í þessu bloggi er fyrst og fremst verið að endurspegla tiltekin sjónarmið sem komu fram hjá viðmælendum í umræddum útvarpsþætti. Þessi sjónarmið geta verið athyglisverð út af fyrir sig en þau þurfa ekki að endurspegla vilja eða stefnu Heimssýnar.

Heimssýn, 1.3.2014 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 450
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 2531
  • Frá upphafi: 1188667

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 2296
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband