Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar vilja ekki vera í ESB

Það vekur athygli í þessari könnun að Íslendingar myndu hafna því með tryggilegum meirihluta að vera í ESB ef um það yrði kosið nú. Þetta er niðurstaða könnunarinnar þrátt fyrir þann hamagang sem verið hefur í kringum tillögu um að hætta viðræðum formlega.

Enn eru hins vegar margir sem vilja kíkja í pakkann, þ.e. þann pakka sem þegar liggur opinn fyrir í formi þeirra sáttmála sem gilda um Evrópusambandið nú þegar.  


mbl.is 72% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki smá villa þarna? "að íslendingar myndu hafna því að vera utan ESB".

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 13:45

2 identicon

Meirihluti þjóðarinnar sem vill "skoða í pakkann" trúir ekki fyrir fimm aura öfga "nei sinnum" um hvað sé í pakkanum. Þeir vilja sjá það með eigin augum og með hlutlausum hætti. Kallast með öðrum orðum heilbrigð skynsemi.

Þórður (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju lesið þið ykkur ekki til, það sem neisinnar hafa vitnað í eru gögn bæði frá ESB sjálfu og ýmsum skýrslum eins og til dæmis rannsóknarskýrslu Hagfræðideildar háskólans, og svo má lesa Maastrict sáttmálann, þetta stendur allt þar. Við erum ekki að semja heldur aðlagast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 14:28

4 Smámynd:   Heimssýn

Takk fyrir ábendinguna, Ásthildur.Rétt hjá þér.

Heimssýn, 12.3.2014 kl. 14:51

5 identicon

Og samt höfum við nú þegar fengið, í þeim hluta sem lokið er að semja um, það sem nei sinnar kalla ómögulegt: varanlega undanþágu.

Jos.T. (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 15:41

6 identicon

Jos. T.

Hvaða varanlega undanþága er í boði fyrir Ísland sem gengur gegn sáttmálum Evrópusambandsins? Í hvaða kafla af þessum aðeins 11 af 35 sem kláraðir hafa verið finn ég þessa varanlegu undanþágu?

Þá vil ég fá skýr svör frá Þórði um "öfga neisinna". Hvar finn ég þá? Í hverju felast öfgarnar hjá þeim sem telja hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins (ef þú ert að vísa til meirihluta Íslendinga)?

Þá vil ég varpa fram spurningu til þeirra sem halda uppi þeim rökum/rökleysu sem ég vil kenna við jólapakka. Hvað þarf að "koma í ljós" að aðildarferli loknu sem mun gera það að verkum að þið munið samþykkja aðild Íslands að Evrópusambandinu?

HH (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 428
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 3020
  • Frá upphafi: 1181192

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 2701
  • Gestir í dag: 340
  • IP-tölur í dag: 332

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband