Laugardagur, 15. mars 2014
Írskir sjómenn ósáttir við ESB
Samtök írskra sjómanna eru allt annað en sátt við samkomulag Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga um makrílveiðar til næstu fimm ára sem gengið var frá í vikunni. Telja samtökin að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi hvorki staðið vörð um hagsmuni írskra sjómanna með því að samþykkja samkomulagið né annarra sjómanna innan sambandsins.
Svo segir í frétt á mbl.is. Þar segir enn fremur:
Fram kemur á fréttavefnum Donegal Democrat að Samtök írskra sjómanna geti ekki stutt samkomulagið um makrílinn í ljósi þess að með því væri Færeyingar verðlaunaðir fyrir óábyrgar makrílveiðar á undanförnum árum og stóraukin hlutdeild tekin frá fyrir Ísland, Rússland og Grænland frá því sem áður hafi verið.
Haft er eftir Sean O’Donoghue, formanni samtakanna, að ekki sé hægt að draga aðra ályktun af samkomulaginu en að óábyrg framganga Færeyinga hafi skilað sér sem skapi slæmt fordæmi til framtíðar í ljósi þess að flestir uppsjávarstofnar í Norðaustur-Atlantshafi séu deilistofnar. Grænlendingar hafi þegar tekið upp sömu hegðun.
Coveney varð undir innan ráðherraráðsins
„Ég tel að ástæðan fyrir því að við stöndum frammi fyrir þessari óásættanlegu stöðu þegar kemur að aflahlutdeild sé óskynsamleg framganga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem eina samningsaðilans fyrir hönd sambandsins í slíkum samningum. Núverandi sjávarútvegsstjóri, Maria Damanaki, hefur að mati samtakanna einangrað sig frá sjávarútveginum með því að neita að verja með fullnægjandi hætti hagsmuni sjómanna á Írlandi og annars staðar innan Evrópusambandsins. Þetta er þvert á stöðu mála hjá hinum strandríkjunum þar sem Norðmenn, Íslendingar, Færeyingar, Rússar og Grænlendingar verja sjávarútveg sinn af krafti,“ segir O’Donoghue.
Fyrir vikið hafi niðurstaðan orðið sú að Evrópusambandið hafi gefið eftir verðmæta hlutdeild í makrílstofninum sem írskir sjómenn hafi unnið að því að byggja upp undanfarin ár. Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, hafi barist af hörku gegn hærri aflahlutdeild til Færeyinga og Íslendinga en hann hafi hins vegar verið einn í þeirri baráttu í ráðherraráði Evrópusambandsins. Án baráttu hans hefði niðurstaðan þó orðið verri. Einkum með tilliti til gagnkvæms aðgengis að lögsögum.
Írland lítill fiskur í stórri tjörn innan ESB
Sama sjónarmið kemur fram hjá Martin Howley, formanni Samtaka sjómanna í Killybegs stærsta útgerðahafnarbæjar Írlands, á fréttavef írska dagblaðsins Irish Examiner. Hann segir að verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið að vernda makrílstofninn en samkomulagið, sem þýði verulega veiði umfram ráðgjöf, bendi til þess að Damanaki hafi viljað ná samningi hvað sem það kostaði.
„Ríkisstjórn okkar og Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýskaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika. Við fáum aukna aflaheimild en við teljum þetta ekki vera gott samkomulag fyrir Írland,“ segir hann ennfremur.
Vilja að ESB beiti Grænland refsiaðgerðum
Þá segir í fréttinni að samtökin hafi kallað eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beitti Grænland refsiaðgerðum vegna makrílveiða þeirra. Haft er eftir Coveney að þó hann væri mjög á móti ýmsum hlutum samkomulagsins á milli Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyja væri hann sammála því að mikilvægt væri að ná samkomulagi um makrílveiðarnar.
![]() |
Telja ESB ekki verja írska hagsmuni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
- Klipptir strengir
- Skrýtið - en þó ekki
- Snorri talar
- Glatt á hjalla
- Markús, Jón Steinar, Stefán Már, Hjörtur og stjórnarskrá
- Yfirreið á Sögu
- Hver er vondi karlinn?
- Kjúklingar og refur
- Að kremjast ekki
- Þær leita þangað sem þær eru fyrir
- Perlur á bandi
- Stóridómur Ragnars fallinn
- Stefna sósíalista
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 92
- Sl. sólarhring: 287
- Sl. viku: 1906
- Frá upphafi: 1205442
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 1721
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ósköp vel afstöðu írskra sjómanna til ESB. Sambandið var nefnilega heldur ekki að verja íslenzka hagsmuni með samkomulaginu við Norðmenn og Færeyinga.
Ætli íslenzkir og írskir sjómenn geti ekki staðið saman í baráttu sinni gegn ESB? Ég bara spyr.
Pétur D. (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.