Leita í fréttum mbl.is

Landsfundarsamþykkt er líka kosningaloforð

JohannGunnarOlason
Landsfundur sagði kjósendum skýrt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi slíta aðlögunarviðræðunum að ESB. Það loforð á ekki að svíkja. Þetta segir Jóhann Gunnar Ólason flugmaður.
 
Jóhann Gunnar segir þetta í grein sem birt var í Morgunblaðinu 6. mars 2014. Þar segir hann enn fremur: 
 
Síðustu daga hafa háværir menn farið mikinn og ásakað Sjálfstæðisflokkinn um að framfylgja ekki eigin kosningastefnu. Fjölmiðlamenn hafa tekið virkan þátt í þessu sjálfir og auk þess bergmálað ásakanir annarra samviskusamlega. Og vissulega er gott að vakin sé athygli á því, ef kosningaloforð eru ekki uppfyllt, af einhverjum ástæðum. Sjálfur legg ég einmitt mikla áherslu á að mikilvægasta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins verði efnt og ég treysti því að þingmenn flokksins láti ekki hræða sig frá því að efna það.
 
Furðuleg áhrif fámenns hóps

Sjálfur var ég að mestu leyti horfinn frá því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn síðastliðið vor. Sama heyrði ég á mörgum sem ég þekkti. Fámennur, en einstaklega hávær hópur Evrópusambandssinna, þar sem ósvífnin í kröfum og málflutningi virtist jafn takmarkalítil og fjömiðlaaðgangurinn, hafði of oft náð að teyma forystu flokksins afvega. Langverst varð það þegar forystan og meirihluti þingflokks samþykkti skyndilega þriðja Icesave-samning þeirra Jóhönnu og Steingríms. Ekki fór á milli mála hverjir höfðu ráðlagt það og hverjir fögnuðu þessu mest innan Sjálfstæðisflokksins. Margir höfðu því fengið sig fullsadda á furðulegum áhrifum þessa fámenna hóps á ákvarðanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
 
Landsfundur tók í taumana

Þá gerðist það í aðdraganda síðustu kosninga að landsfundur Sjálfstæðisflokksins tók í taumana. Hann hafnaði þeirri tillögu að gert skyldi hlé á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið. Hann sló því þvert á móti föstu að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að þeim viðræðum yrði slitið. Ekkert hlé, enginn vandræðagangur, heldur einfaldlega afturköllun aðildarumsóknarinnar. Þarna markaði landsfundur skýra stefnu sem ekki er á valdi annarra að breyta. Þegar þetta lá fyrir, þessi eindregna yfirlýsing æðsta valds Sjálfstæðisflokksins um að ekki yrði gert neitt „hlé“ á viðræðunum heldur yrði þeim slitið, ákvað ég að greiða flokknum atkvæði mitt í þingkosningunum. Hvatti ég marga til að gera hið sama og hefur mér verið sagt að ýmsir þeirra hafi komist að sömu niðurstöðu.
 
Handvalin „loforð“

Það er athyglisvert að fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og kjaftaskar nefna þetta nær aldrei, í samfelldum svikabrigslum sínum. Þeir telja að ummæli einstakra frambjóðenda í sjónvarpskappræðum séu helgir dómar, en skýrar landsfundarsamþykktir, birtar opinberlega og víða ræddar, séu bara eitthvert píp. En þannig er það ekki. Með skýrum samþykktum æðsta valds Sjálfstæðisflokksins, sem birtar voru opinberlega, var kjósendum gefið skýrt fyrirheit um hver stefna flokksins væri, og hver hún væri alls ekki. Ég fer fram á það að þingmenn flokksins framfylgi þessari skýru stefnu, sem mér og öllum öðrum kjósendum var boðuð fyrir kosningar. Ég fer einnig fram á það að fréttamenn fjalli um þetta loforð landsfundar af sömu elju og þrautseigju og þeir fjalla nú dag eftir dag um þau ummæli sem þeir sjálfir virðast svo eindregið vilja að hefði verið stefna Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband