Leita í fréttum mbl.is

Verðhjöðnun á evrusvæðinu?

evr

Meðfylgjandi frétt sem vefur Viðskiptablaðsins birtir um litla verðbólgu á evrusvæðinu gæti gefið til kynna að verðhjöðnun sé í gangi, að minnsta kosti á stórum hluta evrusvæðisins. Það gæti merkt að of lítil eftirspurn sé í hagkerfum evrulandanna og að hið mikla atvinnuleysi sem þar er verði viðvarandi.

Hagfræðingar tala oft um að raunveruleg verðbólga sé aðeins lægri en sú verðbólga sem mæld er. Ekki er óalgengt að hagfræðingar tali um að raunveruleg verðbólga sé hálfu til einu prósenti lægri en sú sem mæld er. Nú er sagt að verðbólga á evrusvæðinu hafi verið 0,7% í febrúar. Miðað við það ætti meðal verðbólga á svæðinu að vera frá mínus 0,3% til 0,2%.

Ástæðan fyrir því að mæld verðbólga er hærri en raunveruleg verðbólga er sú að mælingar á verði ná ekki nákvæmlega yfir allar neysluvörur eða þjónustu sem almenningur kaupir. Almenningur leitar stöðugt eftir bestu kauptækifærum og hagstofur ríkja ná ekki að skoða það allt saman. Hagstofan mælir kannski að kjötið kosti þúsund krónur kílóið þótt stór hluti almennings geti fundið það á 950 krónur svo tilbúið dæmi sé nefnt.

Séu þessar forsendur nokkurn veginn réttar er líklegt að á stórum hlutum evrusvæðisins sé raunveruleg verðhjöðnun í gangi af því að 0,7 prósent verðbólga er meðaltalstala fyrir allt evrusvæðið. Þannig er verðbólgan nokkru lægri á sumum svæðum og hærri á öðrum.  Það þýðir að of lítil eftirspurn er og þar af leiðandi of lítil framleiðsla og atvinnuleysi sem því fylgir.

Evrusvæðið hefur verið við verðhjöðnunarmörkin í nokkur ár þrátt fyrir stórfelldar aðgerðir til að bregðast við slíku. 

Það hlýtur að teljast verulegt áhyggjuefni bæði fyrir stjórnvöld og almenning á svæðinu, auk þess sem þessi hægagangur á evrusvæðinu hefur áhrif á öll viðskiptasvæði evruríkjanna. 

Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1033
  • Frá upphafi: 1119476

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband