Leita í fréttum mbl.is

Benedikt Jóhannesson fallinn í hefðbundið hræðsluáróðurssíki

benediktjohannesson
Bendikt Jóhannesson er fallinn í hefðbundinn farveg hræðsluáróðurs sem aðildarsinnar að ESB hafa gripið til í ýmsum löndum þegar þá þrýtur rök. Hann er að reyna að halda þeirri firru að fólki að ungt fólk og fjárfestar hafi misst trúna á Íslandi. Algjör viðsnúningur hefur orðið í búferlaflutningum til landsins. Þegar nýlega var skoðað voru búferlaflutningar til landsins talsvert meiri en frá því og Benedikt gleymir því að fjárfestingarvilji er almennt lítill í heiminum eftir fjármálakreppuna. 
 
Benedikt er hins vegar í góðum hópi jafnaðarmanna á Norðurlöndum með hræðsluáróður sinn, eins og fram kemur hjá Viðskiptablaðinu. Forystumaður jafnaðarmanna í Noregi sagði þegar Norðmenn kusu síðast um aðild að ESB að ef þeir samþykktu ekki aðild myndi eitthvað hræðilegt gerast í Noregi. Norðmenn hafa hins vegar tekið stökk fram úr öðrum þjóðum eftir að þeir höfnuðu ESB. Danskur jafnaðarmaður sagði þegar Danir kusu um evruna að ef hún yrði ekki samþykkt myndu erlend skip hætta að koma í danskar hafnir. Danir höfnuðu evrunni og erlend skip hafa heimsótt danskar hafnir jafn mikið og áður.
 
Sænskir jafnaðarmenn sögðu að fyrirtæki myndu flýja Svíþjóð ef þeir tækju ekki upp evruna. Svíar eru nú almennt á þvi að það hafi verið þeim til mikilla hagsbóta að hafa ekki tekið upp evruna.
 
Þegar Benedikt og evrufélaga hans þrýtur rök grípa þeir til hræðsluáróðurs. Mannfjöldatölur sýna þvert á móti að fólk flytur nú til landsins í auknum mæli. Fjárfestar geta fjárfest hér á landi nokkurn veginn að vild þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. 
 
Benedikt og aðildarvinir hans grípa til ýmissa meðala. Nú einbeitir hann sér við hræðsluáróðurinn. Hann ætti hins vegar að muna að íslensk ungmenni hafa það að jafnaði talsvert betra en ungmenni í Evrópu. Þar er um fjórðungur ungmenna án atvinnu og yfir helmingur í sumum löndum.
 
Því verður vart trúað að Benedikt vilji að íslensk ungmenni hljóti sömu örlög og evrópsk ungmenni. 
 
Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Benda má á að í dag gekk Landsvirkjun frá orkusölusamningi við PCC fyrir stóra kísilmálmverksmiðju sem fyrirtækið mun reisa við Húsavík.

Gríðaðrlega góðar fréttir fyrir Húsvíkinga og Landsvirkjun og þjóðina alla. Efnahagslegar hrakspár ESB úrtöluliðsins sem vill sveifla þjóðinni inn í ESB eru engan veginn að ganga eftir.

Ísland var með +3,3% hagvöxt á síðasta ári EVRU svæðið var með samdrátt eða mínus -0,4%.

Þessar hörmungar sem þeir eru að óska íslenskum ungmennum og íslensku efnahagslífi eiga því miklu frekar við dýrðina á EVRU svæðinu með tuga prósenta atvinnuleysi ungs fólks, engan hagvöxt og kyrrstöðu sem gæti leitt til verðhjöðnunar að mati margra heimsþekktra hagfræðinga.

Gunnlaugur I., 18.3.2014 kl. 00:20

2 Smámynd: Elle_

Benedikt þessi er einn ógeðfelldur landsölumaður.  Steingrímur mikli sagði líka síðla í október 2009 að hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda ef ICESAVE yrði ekki samþykkt yfir helgina.  Ekkert gerðist um helgina eða eftir helgina. 

Merkilegt þó að nokkrir trúðu lygunum í honum og óttuðust.  Það sama nota þessir Benediktar og Eiríkar og Jónar Steindórar og Þorsteinar og Össurar.

Elle_, 18.3.2014 kl. 01:13

3 identicon

Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar.

Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?

(Magnús Á. Magnússon)

Helgi jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:31

4 Smámynd: Elle_

Helgi, ég skil ekki hvort þú ert að hæðast að Magnúsi eða heldur sjálfur það sem hann skrifaði.  Gæti vel skilið þig ef það væri háð.  Við erum ekkert einangruð á alþjóðavettvangi, við erum ekki á meginlandinu og eigum bara ekki neitt erindi inn í þetta Brusselveldi sem mundi ræna okkur fullveldinu á alþjóðavettvangi.  Við eigum ekki erindi þangað frekar en inn í Rússland.  Og þetta var óheillaskref sem núverandi ríkisstjórn verður að stoppa.

Elle_, 18.3.2014 kl. 11:43

5 Smámynd: Elle_

Það á ekkert skylt við að vera undir vernd Bandaríkjanna, svo ekki rugla þessu saman.  Við vorum ekki rænd fullveldinu af þeim.

Elle_, 18.3.2014 kl. 11:55

6 Smámynd: Elle_

Líka, við erum enn með varnarsamning við Bandaríkin, þú gætir sagt Magnúsi það.  Við erum líka í Nató og í Sameinuðu Þjóðunum.  Þú mættir segja honum það líka.

Elle_, 18.3.2014 kl. 11:58

7 identicon

Var þjóðin spurð hvort að hún vildi að ganga í NATO..??...ee nei það voru 2 menn sem ákváðu það og annar hét einmitt Bjarni Ben og þar var um að ræða töluvert framsal á utanríkismálum Íslands. Svo er ykkur nei sinnum tíðrætt um landsölumenn..??..hvað með þá 2 sem ákváðu fyrir okkar hönd að ganga í NATO og afsala þar með stóru landi til USA, Miðnesheiði og fleiri stöðum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 13:14

8 Smámynd: Elle_

Miðnesheiði er enn í landinu okkar, okkar fullvalda ríki, heiðin fór ekki neitt.  Við vorum ekki kúguð af Bandaríkjunum og misstum ekki fullveldið þangað.

Ólýðræðslega Brusselvaldið ykkar ætlaði að kúga okkur með ICESAVE og þvingar okkur núna með makrílnum.  Þið minnist ekkert á það, enda eru það upp til hópa ICESAVE-sinnar (landsölumenn) sem vilja þangað inn.  Við eigum ekkert erindi þangað frekar en Grænland, Noregur, Færeyjar, Sviss og erum ekkert að fara að framselja fullveldi þangað.  Nú vill stór þorri Dana ekki vera lengur í þessu yfirráðaveldi.

Elle_, 18.3.2014 kl. 14:00

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Elle, mér finnst þú ÓGEÐFELLD.

Nei, djók. :)

En af hverju finnst þér Benedikt "ógeðfelldur"? Bara af því hann er á öndverðum meiði við þig í Evrópuumræðunni?

Þú ert ekkert ógeðfelld manneskja, held ég. En þessi helvítis hatursfulla umræða útí alla sem eru þér ósammála er ÓGEÐFELLD.

Skeggi Skaftason, 18.3.2014 kl. 16:23

10 Smámynd: Elle_

Hafðu það eins og þú vilt, en ég er ekki með hatursfulla umræðu um ALLA sem ég er ósammála.   Það er bara rangt, en Benedikt er ógeðfelldur eins og nokkrir landsölumenn sem fara um með blekkingum og ósannindum svo hann geti fengið það sem Benedikt vill. 

Elle_, 18.3.2014 kl. 19:02

11 Smámynd: Elle_

Í orðinu ógeðfelldur er ekki hatur.  Það er í þínum heila.

Elle_, 18.3.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 2428
  • Frá upphafi: 1165802

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2109
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband