Leita í fréttum mbl.is

Hvað sagði Barroso við Sigmund Davíð og Gunnar Braga?

Sigmundur
Það hefur komið fram opinberlega að talsmenn ESB telja að Íslendingar hafi takmarkaðan tíma til að ákveða af eða á með framhald viðræðna um aðild að ESB, en þeim var jú hætt eins kunnugt er í tíð fyrri ríkisstjórnar. Jafnvel er því nú haldið fram að viðræðurnar hafi strandað þegar árið 2012 eða jafnvel 2011 þegar menn þorðu ekki að opna tiltekna samningskafla.
 
Í anda upplýstrar umræðu væri hins vegar fróðlegt ef hægt væri að fá að vita hvað Barroso aðalframkvæmdastjóri ESB hafi sagt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á þeim fundum sem þeir hafa átt. Það er jú vitað að Barroso á það til að vera mjög beinskeyttur á slíkum fundum og jafnvel tekið einn Ferguson eða Þórðarson á slíkum stundum.
 
Forsætisráðherra vildi skiljanlega ekki upplýsa um það í Sprengisandsþættinum í morgun af diplómatískum ástæðum hvað Barroso hefði sagt nákvæmlega á fundunum. En það er öllum ljóst að gamli Maóistinn hann Jósé Manuel Barroso hefur ekki verið með neitt diplómatatal við Sigmund Davíð.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann sagði allavega að við ættum að gera þetta upp við okkur "As soon as possible" og hnykkti svo á með að segja að ákvörðun þyrftia að taka "without delay"

Þetta var í lok maí í fyrra. Veit ekki hvað það þarf að vera afdráttarlausara. Hann var örugglega að vísa í óhagganlega kröfu sambandsins um að afsala fiskimiðunum eins og þeir gerðu að skilyrði fyrir opnun kaflans.

Ef þjóðin á að taka upplýsta ákvörðun um þetta, eins og klifað er á, þá er best að hann láti rýniskýrsluna af hendi til að taka af tvímælin.

Boltinn er hjá honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2014 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 72
  • Sl. sólarhring: 324
  • Sl. viku: 1866
  • Frá upphafi: 1186208

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1631
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband