Fimmtudagur, 27. mars 2014
Evrópustofa og ESB halda áfram að dæla út peningum og áróðri
ESB veitir talsverðum fjármunum í upplýsingastríðið um ESB á Íslandi. Sambandið er með skrifstofu sem er á við stærstu sendiráð og hefur auk þess veitt hundruðum milljóna króna í áróðursstríð fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB.
Jón Valur Jensson fjallar um þetta í nýlegum pistli á Fullveldisvaktinni. Hann segir:
Halldóra Hjaltadóttir stjórnmálafr.nemi og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, voru í viðtali á Útvarpi Sögu þennan mánudag. Þar kom fram, að "Evrópustofa" fær árlega (til brúks og dreifingar) 700.000 evrur. Þetta eru 109.942.000 kr. m.v. núv. gengi. Samt var í upphafi talað um, að Evrópustofa fengi í heild 230 millj. kr. En 110 millj. á hverju ári eru strax á 3. ári komnar fram úr þeirri upphæð!
Hér virðist ausið inn ómældu magni af áróðurs- og upphitunarfé úr sjóðum Evrópusambandsins, í miklu meiri mæli en menn töldu í upphafi. Takið eftir, að þar er ekki verið að ræða um IPA-styrki, aðeins fjárhagsveldi "Evrópustofu"!
Halldóra nefndi, að ungir jafnaðarmenn, ungir framsóknarmenn, ungmennafélög, stúdentaráð, skátarnir, tvær kirkjur o.fl. aðilar hefðu fengið styrki frá Evrópustofu!
Það er greinilegt, að allar leiðir eru reyndar til að kaupa sig inn á Íslendinga, og lík var einmitt reynsla fleiri þjóða sem hurfu inn í þetta stórveldi, oft á naumum meirihluta atkvæða í lokin, og þegar svo sumar þjóðirnar sáu sig um hönd eftir á (eins og Svíar), þá var ekki hægt að snúa til baka!
Þá er rétt, að fram komi, að hin sama "Evrópustofa" (= Evrópusambands-áróðursstofa) sendi fyrir skemmstu starfsmenn sína í vinnustaðaheimsókn í Samherja, til að kynna Evrópusambandið og nýja sjávarútvegsstefnu þess (sem hefur þó alls ekki verið samþykkt!) fyrir starfsfólki fyrirtækisins í Reykjavík. Ennfremur er Evrópustofa með "námskeið" fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann, og ber það heitið "Hvernig starfar ESB?"
Allt er greinilega reynt til að útbreiða áróður til að mýkja veikgeðja Íslendinga til að gleypa við flugum ESB, en áður höfðu sendiherrar ESB og útþenslumálastjórinn fyrrverandi, Olli Rehn, reynt með afar gagnrýnisverðum hætti að hlutast til um íslenzk innanríkismál, eins og áður hefur verið frá sagt.
Í framhjáhlaupi má geta þess, að Halldóra Hjaltadóttir, sem er formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, upplýsti m.a. í þættinum að hún sendiFréttablaðinu grein um ESB-mál til birtingar, en fekk hana ekki birta. Einnig hefur félag hennar sent 5 ályktarnir til fjölmiðla. Fjórar af þeim birtust í Morgunblaðinu, en engin í Fréttablaðinu! Þetta er dæmigert fyrir hlutdrægni og ESB-þjónkun þess fjölmiðils, sem í viku hverri er með margvísleg þókknunarskrif í þágu Evrópusambandsins.
Evrópustofa gæti starfað fram til 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 77
- Sl. sólarhring: 257
- Sl. viku: 2376
- Frá upphafi: 1176780
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 2166
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú vitum við að skólar sem fá sér styrki frá ESB þurfi að hafa fána sambandssins jafn áberandi og eigin þjóðfána.
Ætli fána hilling íslenskra skáta hafi eitthvað breyst upp á síðkastið ?
Snorri Hansson, 27.3.2014 kl. 18:10
Það er lítið mark takandi á þeim sem vitna og taka undir málflutning Jóns Vals Jenssonar. Manns sem bæði hatar samkynheigð og fjölbreytt mannlíf og alla sem eru á móti hans öfgum.
Þar sem Heimssýn er hérna tíðrætt um peninga og áróður. Þá væri nú alveg frábært ef Heimssýn gerði nú grein fyrir þeim peningum sem BÍ, LÍÚ og fleiri hafa verið að láta í þessi samtök þrönsýnisfólks á undanförnum árum. Í þeim tilgangi að dæla út uppskálduðum áróðri og lygum gegn Evrópusambandinu.
Ég minni á að hlutverk Evrópustofu er að fræða fólk á Íslandi um Evrópusambandið. Þar er engan áróður að finna um Evrópusambandið eins og hérna er fullyrt, enda er þessi fullyrðing lygi.
Heimssýn ætti að gera íslendingum þann einn greiða og leggja sig niður. Enda er ljóst að íslendingar hafa ekki efni á þeirri ÞröngSýn sem höfð til hliðsjónar hjá Heimssýn (sem er engin Heimssýn heldur ekkert annað en RörSýn á heiminn).
Jón Frímann Jónsson, 27.3.2014 kl. 18:38
Hvað hatar öfgamaðurinn Jón Frímann ekki?
Hlutverk hinnar rangnefndu mútuskrifstofu, svokallaðrar 'Evrópustofu' er ekki fræða einn eða neinn. Hættu að ljúga.
Elle_, 27.3.2014 kl. 18:57
Það má með sanni segja að þegar maður sér ummæli Jóns F. Jónssonar Já - Íslands manns þá kemur manni til hugar tæki sem notuð eru í sveitum þ.e. haugsuga og skítadreifari.
Prívat skoðanir og trúariðkun Jóns V. Jenssonar eru án efa samtökunum Heimssýn óviðkomandi. Endurspeglar umræða Jóns F. Jónssonar alla þá sem byggja samtökin Já - Ísland?
Erum við þá ekki sammála því að sleppa heildar og deildarskekkjum, Jón?
Jón Frímann er tíður gestur á þessari síðu sem og öðrum þar sem hann vænir óhikað mann og annan um öfga og lygi. Allt vegna þess að menn einfaldlega deila ekki skoðunum eða viðhorfum hans til Evrópusambandsins.
Upplýsingar Evrópustofu eiga að vera hlutlægar en ekki hlutlausar - getur spurt framkvæmdarstýru áróðursstofu sambandsins beint að þessu, Jón. Göbbels nokkur stóð líka fyrir því að dreifa hlutlægum en ekki hlutlausum upplýsingum.
Þá er spurning hvaða upplýsingagildi þessi gengdarlausi fjáraustur Evrópustofu hefur, annað en að íhlutast í innanríkismál Íslendinga?
Evrópusambandið getur líka skammast sín fyrir að versla velvild á Íslandi fyrir skattfé íbúa aðildarríkja sem margir hafa verið atvinnulausir í langan tíma og hafa nærst á hjálparsamtökum eins og matarúthlutun Rauða Krossins. Finnst mönnum þetta sjálfsagt?
Þú getur skoðað þetta sjálfur, Jón. Upplýsingarnar eru upp á borði. Hversu mikið hefur runnið til skátanna, Háskóla Íslands, Háteigskirkju, Árbæjarkirkju, Ungmennafélags Íslands, Hafrannsóknarstofnunnar, ungliðahreyfinga/stjórnmálaflokka svo eitthvað sé nefnt.
Þú varst væntanlega viðstaddur aðalfund Já - Íslands samtakanna. Það er vitað mál að samtök iðnaðarins hafa dælt peningum í þann málstað. Ætli félagar samtaka iðnaðarins sem flestir eru andsnúnir ESB - aðild viti um þær upphæðir sem runnið hafa í sjóði Já - Íslands. Var það komið upp í 20 milljónir í september í fyrra?
Er ekki lífið dásamlegt?
er ekki lífið dásamlegt? (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 19:27
Það er kominn tími til að Heimssýn opni bókhald sitt og opinbert verði, lið fyrir lið, nákvæmlega, hverjir borga þennan áróðursbrúsa og gengdarlaust própagandaofbeldi gagnvart almenningi í landinu. Þetta verða þeir að gera með góðu eða illu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2014 kl. 22:27
Jú, þú hinn mikli gáfumaður og sannmælandi ættir að vita um ofbeldi gegn almenningi í landinu.
Mér finnst orðin sem komu fram að ofangreindu, haugsuga og skítadreifari, passa fullkomlega við ykkur 2, Jón Frím. og þig. Lygalaupur væri líka við hæfi, en skringilega notið þið það manna mest. Og ekki bara í þessu máli, en ýmsum öðrum, eins og ICESAVE.
Elle_, 27.3.2014 kl. 22:55
Ágætur Ómar Bjarki. Heldur þú að það kosti mikið að kópíera pistil frá hinum ágæta Jóni Vali Jenssyni? Það vill svo til að það er fullt af prýðisgóðu fólki sem tekur saman ágæta pistla sem vert er að vekja athygli á, eins og til dæmis þennan sem birtur var á Fullveldisvaktinni.
Heimssýn, 27.3.2014 kl. 22:55
Að mínum dómi ætti bara að láta hluti flakka við fólk eins og Jón og Ómar að ofan. Það er óþarfi að hlífa og vera penn við þá sem ganga um með ósannindum og skítkasti að öllum sem vilja ekki leggjast flatir fyrir Brusselvaldinu á öllum stigum, hvað sem okkur er hótað og ógnað.
Elle_, 27.3.2014 kl. 23:26
Hvet samtökin Heimssýn endregið til þess að eyða ekki orðum í Ómar Bjarka og Jón Frímann.
Fyrst þegar ég byrjaði að lesa bloggfærslur hélt ég að Jón og Ómar væru að trolla, allt þar til þeir urðu virkir í athugasemdum. Þá rakst ég á myndir af honum Jóni á vettvangi Já - Ísland.
Óþarfi að taka mark á þessu hjá þeim. Heimssýn hljóta að vera frjáls félagasamtök og halda trúnað við félagsmenn sína og styrktaraðila. Nákvæmlega eins og öll önnur frjáls félagasamtök á Íslandi. Nema ef þau hafa hlotið ESB - styrk, þá er svoleiðis opinberað á vettvangi Evrópusambandsins. Annað væri gríðarleg spilling, enda verið að eyða skattfé íbúa Evrópusambandsins. Því fjármagni væri betur varið í annað en að t.d. halda uppi bíóhúsi á Hverfisgötunni. Ekki satt?
Elle - ekki leggjast á sama plan og þeir. Við erum á mun hærra plani.
Er ekki lífið dásamlegt?
er ekki lífið dásamlegt? (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 00:48
Jú, ég vil endilega koma svona fram við þessa ómerkinga.
Elle_, 28.3.2014 kl. 01:01
Það varst líka þú sem komst fram með lýsinguna haugsuga og skítadreifari. Ætla ekki að draga úr merkingunni þinni.
Elle_, 28.3.2014 kl. 01:08
Elle engin er eins og þú heiðvirða baráttu kona.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2014 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.