Laugardagur, 10. maí 2014
Ríkisstjórnin lætur undan hótunum og misbeitingu valds
Minnihluti þingmanna var þeirrar skoðunar sumarið 2009 að Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu. Þessi minnihluti knúði það hins vegar í gegn að sótt yrði um aðild að ESB.
Þar beitti Samfylkingin öllu sínu afli til að ná sínu máli í gegn og hlustaði ekkert á kröfur um að vísa ætti umsókninni til úrskurðar þjóðarinnar.
Nú er líka minnihluti þingmanna þeirrar skoðunar að Ísland eigi heima í ESB. Þessum minnihluta hefur hins vegar tekist að stöðva ríkisstjórnarflokkana í að fylgja fram stefnu sinni.
Það er eitthvað sérstakt við fulltrúalýðræðið þegar minnihlutinn ræður stöðugt ferðinni.
Samkomulag um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 255
- Sl. sólarhring: 384
- Sl. viku: 2735
- Frá upphafi: 1164942
Annað
- Innlit í dag: 220
- Innlit sl. viku: 2349
- Gestir í dag: 205
- IP-tölur í dag: 204
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, er það ekki. Heimssýn vill úrskurð þjóðarinnar.
Sjálfum sér samkvæmir, labbakútarnir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 10:54
Aðildarumsókn var samþykkt með 33 atkvæðum, það kallast ekki minnihluti. Munaði þar ekki minnst um stuðning nokkurra þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þar samþykkti Alþingi að sækja um aðild og hlustaði ekkert á kröfur minnihlutans um að vísa ætti umsókninni til úrskurðar þjóðarinnar.
Í dag eiga Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í erfiðleikum með að afturkalla umsóknina en nokkrir innanbúðarmenn standa þar í vegi. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa þingmeirihluta til að koma því máli í gegn.
Það væri eitthvað sérstakt við fulltrúalýðræðið ef minnihlutinn réði stöðugt ferðinni.
Ufsi (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 11:56
Ekki veit ég hvað Bjarni Ben er að hugsa. Með þessum aumingjahætti er hann að ganga verulega á þá innistæðu velvildar sem hann naut meðal kjósenda flokksins. Engu líkara er en að hann sé að taka upp stefnumál Hönnu Birnu, samræðustjórnmál, sem felur í sér að gera ekki neitt.
Við sjáum árangurinn af þessu hjá Hönnu Birnu, hún er umkringd hýenum sem hún ætlaði að tala við, hún er særð, ein og yfirgefin þarna úti á sléttunni, búin að bíta af sér samherjana, þar sem Sjálfstæðismenn almennt hafa lítinn áhuga á þessari stefnu, sem felst í sífelldri eftirgjöf til pólitískra andstæðinga. Ætlar Bjarni að fara sömu leið?
Það er niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðismenn að kratinn Óskar Nafnleyndar skuli ráða stefnu flokksins, þvert á samþykkta stefnu flokksins.
hilmar (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 13:51
Þetta er mjög góður Heimssýnarpistill, segir sannleikann í málinu.
Tek líka undir orð Hilmars hér.
Vitað er, að Samfylkingin þvingaði Vinstri græn til að fylgja sér í AGS-, Icesave- og ESB-málunum við stjórnarmyndun 2009, þvert gegn stefnu VG!
VG hafði m.a.s. stóraukizt fylgi í kosningunum 2009 út á það að formaðurinn uppteiknaði flokkinn sem skeleggastan allra flokka GEGN Evópusambandsumsókn. Svo var jafnvel það fylgi notað gegnum umboðs-svíkjandi kjörna þingmenn VG til að sækja um inntöku Íslands í stórveldið!
Liljurnar grætti Steingrímur og tókst með einhverjum hætti að snúa svo upp á aðra þingmenn flokks síns að þeir kusu með landsölumönnunum í Samfylkingu!
Eins var það í Icesave-málinu, og tók nokkur ár að losna úr því helsi sem Steingrímur og Jóhanna vildu þar leggja á okkur, með öllum sínum fylginautum, þvert gegn stefnu VG fyrir kosningarnar 2009!
Samfylkingarforingjarnir láta sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafi verið að svíkja kosningaloforð sín frá í vor (þótt landsfundur og flokksþing flokkanna hafi skýlaust viljað viðræðuslit og enga ESB-aðild), en þessir bleiku blekkjendur voru samt sjálfir meðvirkir í því (Árni Páll og Katrín Júl. sem ráðherraefni Samfylkingar 2009) að þvinga Steingrím og VG-þingflokkinn til að svíkja sín kosningaloforð með því að taka þátt í ólögmætu atferli kratanna í ESB- og Icesave-málunum.
Framið var stjórnarskrárbrot með afgreiðslu ESB-málsins 2009 og margföld brot gegn rétti Íslands og þjóðarhagsmunum í Icesave-málinu.
Og nú má ætla, að hugdeigir menn í Sjálfstæðisflokki hafi hugsað sér að gefast upp fyrir þessu hræsnisfulla liði og aðdáendum Evrópusambndsins!
Til hvers er þá slíkur flokkur, ef leiðtogar hans SVÍKJA LANDSFUND ÍTREKAÐ? Hvenær kemur að því, að landsfundur neyðist til að víkja síkum leiðtogum frá að fullreyndu?
Jón Valur Jensson, 10.5.2014 kl. 18:01
Mikill er styrkur Samfylkingarinnar. Þvingaði þingmenn Vg, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til að samþykkja aðildarumsókn. Og nú kúga hinir 9 súperþingmenn Samfylkingarinnar 38 varnarlausa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til hlýðni. Mikill er máttur Samfylkingar.
Aðildarumsókn var samþykkt með 33 atkvæðum og ég kýs að lýta svo á að þingmenn hafi ekki framið stjórnarskrárbrot og kosið eftir eigin samvisku. Ég tel líklegra að sú sé raunin frekar en að gefa mér að þessir stjórnmálamenn hafi verið fullkomlega heiðarlegir þegar þeir voru að ganga í augun á stuðningsmönnum og á atkvæðaveiðum. Ég vill trúa því að hvaða dellu, skáldskap og brandara sem stjórnmálamenn láta útúr sér við fylgissmölun þá virði þeir stjórnarskrána sem þingmenn. Ég vill trúa því að stjórnarskráin trompi framboðsræður. Það er aumt líf og súrt hugarfar hjá þeim sem ætíð er tilbúinn til að trúa hinu versta um náungan.
Þingmenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum eða ályktunum landsfunda flokkana. Og hver sá þingmaður sem fer eftir samþykktum landsfunda frekar en eigin samvisku er að brjóta stjórnarskrá. Jón Valur á að láta það ógert að saka þingmenn um stjórnarskrárbrot í hvert sinn er þeir kjósa ekki eins og hann vill hafi hann ekki útprentun á þeirra sannfæringu. Ég vona að komist Jón Valur á þing þá verði hann ekki fjarstýrð strengjabrúða voldugustu afla landsfundar eins og hann er að ætlast til af öðrum.
Ufsi (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 19:14
Ég sakaði þingmenn ekki um að brjóta stjórnarskrá með því að greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu. En ég saka Össur Skarphéðinsson og ríkisstjórn Jóhönnu um að brjóta ákvæði 16.-19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins með því að sniðganga þau með öllu eftir að þingsályktunartillaga þeirra um Evrópusambands-umsókn var naumlega samþykkt. Þeim bar skylda til að leggja svo mikilvægt mál fram í ríkisráði, bera það upp fyrir forseta landsins (18. gr.) og leita samþykkis hans (öðruvísi væri því máli ekki veitt neitt gildi, ---> 19. greinin), en þau gerðu það ekki, heldur rauk Össur út í lönd með þingsályktunina ósatðfesta! (Sbr. hér: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt! (stjórnarskrárbrot).
Og þótt sú þingsályktun hafi verið samþykkt með naumum meirihluta í þinginu, þá var það gert með einhverjum þumalskrúfuaðferðum sem gengu þvert gegn sannfæringu viðkomandi undirokaðra þingmanna, eins og vitað var um sannfæringu þeirra rétt fyrir kosningarnar, og jafnvel báru fáeinir þessara þingmanna því vitni, þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að þeir vildu raunar ekki samþykkja þetta! Þvingunin var því sérstakt brot á 48. gr. stjórnarskrárinnar, sem fjallar um, að þingmenn séu "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
----> HÉR er líka mikilvæg grein í kvöld!
Nafnleysinginn "Ufsi", málpípa ESB, mætti svo lesa þetta að auki:
Landsfundur talaði skýrt
Eftir Sigríði Ásthildi Andersen (Mbl. 20.2. 2014)
"Landsfundur hafnaði því að gert skyldi hlé á viðræðunum en samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt."
Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Evrópusambandsins er ákaflega skýr. Hana mótaði síðasti landsfundur, æðsta vald í málefnum flokksins. Í fyrsta lagi er stefna Sjálfstæðisflokksins sú að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið. Í öðru lagi, og það er mjög mikilvægt, tók landsfundur þá skýru ákvörðun að Sjálfstæðisflokkurinn vill að aðildarviðræðum verði hætt. Þótt slík stefna liggi auðvitað í augum uppi, fyrst flokkurinn vill að Ísland standi utan Evrópusambandsins, var mjög mikilvægt að landsfundur kvæði skýrt á um að aðildarviðræðum yrði hætt.
Landsfundur sagði meira
En landsfundur sagði ekki aðeins að aðildarviðræðum yrði hætt. Fundurinn gerði fleira og það skiptir einnig verulegu máli. Það var nefnilega lagt til, í upphaflegum drögum að ályktun, að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði sú að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðunum. Því hafnaði landsfundurinn. Landsfundur beinlínis hafnaði þeirri tillögu að gert yrði hlé á viðræðunum og ákvað að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þvert á móti sú að viðræðunum skyldi slitið. Það var í þessu samhengi sem fundurinn bætti því við að slíkar viðræður, sem þá skyldi búið að slíta, skyldu aldrei hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var varnagli. Þannig er stefna flokksins auðvitað ekki sú að efnt skuli til atkvæðagreiðslu núna, um það hvort aðlögunarviðræðunum verði haldið áfram. Landsfundur, æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið. Viðræðunum skal einfaldlega slitið. Og að því búnu skal það tryggt að aldrei verði farið aftur í slíkar viðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta var allt skýrt
Til að ekkert færi milli mála var forysta flokksins sérstaklega spurð á landsfundinum um skilning sinn á þessu skýra atriði, áður en greidd voru atkvæði um ályktunina. Formaður flokksins svaraði fyrirspurninni á fundinum og skildi ályktunina auðvitað eins og blasir við að skilja hana, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til atkvæðagreiðslu um „framhald viðræðna“, enda væri landsfundurinn að ákveða að stefna flokksins væri sú að ekki yrði gert neitt hlé á viðræðum, heldur skyldi þeim slitið. Formaðurinn bætti við að slík kosning kæmi svo ekki til greina, nema flokkar, sem hefðu skýra stefnu um að ganga í Evrópusambandið, fengju meirihluta í þingkosningum. Í síðustu þingkosningum urðu úrslit svo þau að þeir tveir flokkar sem áhuga hafa á inngöngu í Evrópusambandið fengu rúmlega 20% fylgi.
Málið liggur ljóst fyrir
Allt ber að sama brunni. Mikill meirihluti lýðræðislega kjörinna alþingismanna vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill það. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, æðsta vald í málefnum flokksins, hefur markað þá skýru stefnu að flokkurinn vilji ekki „hlé“ á viðræðum heldur að þeim sé slitið og að eftir slík slit megi ekki fara af stað í nýjar viðræður án leyfis þjóðarinnar. Þeir flokkar, sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið, fengu rúm 20% atkvæða í síðustu þingkosningum. Við þessar aðstæður blasir við að alþingi á að gera það eina rétta og afturkalla inngöngubeiðni Íslands í Evrópusambandið. Það þurfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu til að senda þá inngöngubeiðni og það þarf auðvitað enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að afturkalla hana, allra síst við núverandi aðstæður. Alþingi vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið og við þær aðstæður er fráleitt að Ísland haldi áfram að vera umsóknarríki að Evrópusambandinu. Þetta skilja allir nema áköfustu Evrópusambandssinnar landsins.
Höfundur er lögmaður og varaþingmaður.
Jón Valur Jensson, 11.5.2014 kl. 00:08
Mér er nokk sama hvað landsfundir segja, þeir ráða engu og enginn þingmaður er bundinn af landsfundarbulli.
Ályktanir Alþingis eru ekki alltaf löggjafarmál eða stjórnarerindi, þannig að nefndar stjórnarskrárgreinarnar þurfa ekki að eiga við. Umsókn er bara umsókn ekki aðild. Aðild þarf allar undirskriftir, umsókn þarf bara ákvörðun Alþingis. Og þá er sama hvort Alþingi sækir um afslátt af áskriftargjaldi Séð og Heyrt eða aðild að einhverjum samtökum, hvorugt er sjálfkrafa löggjafarmál eða stjórnarerindi.
Og eftir sem áður er varasamt að taka öll orð pólitíkusa sem hinn heilaga endanlega sannleik, jafnvel þegar orð þeirra hljóma eins og englasöngur í þín eyru. Enda efast ég um að þú berir svo mikla virðingu fyrir gáfnafari Árna Páls að þú teljir hann óskeikulan.
Var ekki einhver sem sagði "Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá." Ávextirnir eru atkvæðin að mínu mati og verkin tala sannar en tungan. Ég er því enn á því að þingmenn hafi ekki framið stjórnarskrárbrot og kosið eftir eigin sannfæringu sama hvað þeir segja við kjósendur. En þú villt halda þig við það að sama hvað þeir geri þá gildi framboðsræðurnar og auglýsingaskrumið. Sannfæring þingmanna við atkvæðagreiðslu verður seint sönnuð þannig að hér er bara um mismunandi lífsspeki og viðhorf til samferðamanna að ræða. Sumir vilja dæma aðrir ekki.
Ufsi (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 03:27
Fyrir neðan holl lesning fyrir kjánana í Heimssýn.
http://herdubreid.is/vaxandi-ojofnudur/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vaxandi-ojofnudur
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.