Leita í fréttum mbl.is

Svíar volgir í ESB-kosningunum

Hugmyndafræði Pírata virðist vera á útleið í Svíþjóð. Þeir dala heldur í kosningum til ESB-þingsins þar í landi ef marka má síðustu skoðanakannanir  og ná ekki sæti en höfðu tvö áður.

Svíar eru reyndar efins um ýmislegt varðandi ESB. Það eru skiptar skoðanir um stefnu ESB í umhverfismálum, um baráttu gegn glæpum og um frelsi verktakafyrirtækja til að greiða laun langt fyrir neðan launataxta í viðkomandi löndum.

Sænskur almenningur og flestir stjórnmálamenn vilja ekki sjá evruna. Svíar ætla ekki að vera með í bankabandalagi ESB. 

Þátttaka í kosningunum í Svíþjóð til ESB-þingsins virðist þó ætla að verða með mesta móti, bæði í samanburði við önnur aðildarlönd og í sögulegu samhengi. Ríflega helmingur kjósenda í Svíþjóð segist ætla að kjósa um þá 20 fulltrúa sem Svíar fá af 751 fulltrúa á ESB-þinginu.

Kratarnir virðast ætla að halda sínum hlut og fá 6 fulltrúa eins og síðast, árið 2009. Umhverfisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið og stefnir í að fá fjóra allra síðustu daga, líkt og hófsami hægri flokkurinn (Modearterna). Vinstri græn sækja aðeins í sig veðrið og Svíþjóðardemókratarnir líka, en báðir þeir flokkar eru á móti aðild Svíþjóðar að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 151
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 2520
  • Frá upphafi: 1165148

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband