Leita í fréttum mbl.is

Svíar volgir í ESB-kosningunum

Hugmyndafræði Pírata virðist vera á útleið í Svíþjóð. Þeir dala heldur í kosningum til ESB-þingsins þar í landi ef marka má síðustu skoðanakannanir  og ná ekki sæti en höfðu tvö áður.

Svíar eru reyndar efins um ýmislegt varðandi ESB. Það eru skiptar skoðanir um stefnu ESB í umhverfismálum, um baráttu gegn glæpum og um frelsi verktakafyrirtækja til að greiða laun langt fyrir neðan launataxta í viðkomandi löndum.

Sænskur almenningur og flestir stjórnmálamenn vilja ekki sjá evruna. Svíar ætla ekki að vera með í bankabandalagi ESB. 

Þátttaka í kosningunum í Svíþjóð til ESB-þingsins virðist þó ætla að verða með mesta móti, bæði í samanburði við önnur aðildarlönd og í sögulegu samhengi. Ríflega helmingur kjósenda í Svíþjóð segist ætla að kjósa um þá 20 fulltrúa sem Svíar fá af 751 fulltrúa á ESB-þinginu.

Kratarnir virðast ætla að halda sínum hlut og fá 6 fulltrúa eins og síðast, árið 2009. Umhverfisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið og stefnir í að fá fjóra allra síðustu daga, líkt og hófsami hægri flokkurinn (Modearterna). Vinstri græn sækja aðeins í sig veðrið og Svíþjóðardemókratarnir líka, en báðir þeir flokkar eru á móti aðild Svíþjóðar að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband