Leita í fréttum mbl.is

ESB-krítískir flokkar til hægri og vinstri vinna á í ESB-þingkosningunum

Stærstu sigrar í kosningunum til ESB-þingsins sem fjölmiðlar í Evrópulöndum hafa talað um í kvöld eru sigrar þeirra flokka sem eru mjög gagnrýnir á ESB-samstarfið og vilja margir þeirra að því verði slitið. Það á við um danska þjóðarflokkinn sem er langstærstur og fær 26% fylgi, en einnig um Þjóðfylkinguna í Frakklandi, með svipað fylgi, UKIP í Bretlandi og Svíþjóðarlýðræðisflokkinn sem fékk 10% atkvæða. 

Þessar kosningar eru áfall fyrir ESB og sýna að fólk í mörgum löndum Evrópu telur að sambandið sé að skipta sér um of af lífi borgarana og að slæmt atvinnu- og efnahagsástand í mörgum löndum sé meðal annars fyrir tilverknað evrunnar.

Jafnvel í Þýskalandi, sem hefur verið mótorinn í ESB-samvinnunni, hafa gagnrýnar raddir orðið æ háværari og útlit fyrir að flokkur sem vill leggja niður evruna fái sæti á ESB-þinginu. 

Stjórnmálaskýrandi sænska ríkissjónvarpsins sagði að Evrópusamvinnan hafi fengið á baukinn. 


mbl.is Krefst þess að þing verði leyst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Schön!

anna (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband