Leita í fréttum mbl.is

Hollande vill minna af ESB

Forseti Frakklands segir nauðsynlegt að draga úr völdum ESB; það sé of flókið, fjarlægt og óskiljanlegt almenningi. ESB þurfi að hætta að afskiptum af málum sem engin þörf sé á að skipta sér af.
 
hollandeesb
Hollande telur að kostnaðurinn við evrukreppuna hafi verið allt of mikill. Sparnaðurinn hafi farið illa í fólk. 
 
Angela Merkel viðurkennir loks að evran hafi haft í för með sér gífurlegan mismun í samkeppnishæfni landa. Það er skiljanlegt að Þjóðverjar séu minnst óánægðir með evruna og ESB þar sem þeir hafa farið best út úr evrukreppunni, þökk sé því að þeim hefur tekist að halda aftur af verðhækkunum á útflutningsvörum og því unnið samkeppnina við Frakka, Ítala og fleiri á vörumörkuðum.
 
Þessi hrikalegu úrslit fyrir Evrópuhugsjónina fá Merkel til að sjá ljósið og viðurkenna löngu þekktar staðreyndir. Evran stuðlar að sundurleitni í Evrópu. 
 
Og gamli maóistinn Barroso segir þörf vera á „sannri lýðræðislegri umræðu“. Hann heldur sjálfsagt að það séu aðeins menn á borð við hann og aðra innvígða fulltrúa ESB sem geti verið handafar sannleikans eða sannrar umræðu í þessum efnum. 
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kratarnir hafa alltaf verið á þeirri skoðun að allir aðrir séu fávitar. Og hafa verið duglegir við að útvarpa þeiri skoðun sinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að sögulega eru þeir alltaf í smáflokki, hvað sem reglulegu kennitöluflakki líður.

Þeim er brugðið núna, skiljanlega, fávitarnir eru að breytast í "öfgalýð", af þeirri ástæðu að þeir kaupa ekki lengur lygina um ESB. Reyndar hafa kratarnir gert dauðaleit að einhverju sem getur styrkt þá í trúnni. Margir þeirra hafa ornað sér við að enn sé meirihluti "hófsamra" hægrimanna og "umburðarlyndra", eins og þeir kjósa að alla sjálfa sig, á Evrópuþinginu, og "öfgaöflin" séu í raun bara brot af þingmannafjöldanum.

Eins og venjulega þá skilja kratar ekki aðalatriðin, eins og þau að andstæðingar ESB urðu stærstu flokkarnir í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Írlandi og Grikklandi. Sem þýðir að stríðið um ESB er ekki lengur á ESB þinginu, það er heima í héraði. Enda er komið fát á Hollande og Cameron. Þeir hafa ekki hugsað sér að láta þröngsýna afstöðu til einangrunarbandalags ESB eyðileggja flokkana heima, og því kemur bara tvennt til greina, umfangsmiklar breytingar á ESB, eða úrsögn. Ef úrslit þingkosninga í Bretlandi á næsta ári verða í stíl við úrslitin nú, þá verður öruggur meirihluti fyrir úrsögn, í stíl við skoðanir meirihluta Breta, sem skv skilgreiningu Egils Helga og fleiri krata, eru öfgamenn.

Sko, það er nefnilega þannig að kratarnir í Bretlandi reyndu þessa hefðbundnu kratísku skítkastleið, að kalla andstæðinga ESB í Bretlandi fávita og öfglýð, með þekktum afleiðingum.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 20:26

2 identicon

Hvers vegna er aldrei talað um vinstri-ólýðrislegu öfgalokkana.

Fylgdist með ummræðu stjórnmálaflokka í Svíþjóð fyrir kosningar um EU og vinstri flokkarni og reyndar allir flokkar eyddu allri sinni orku í að úthúða eina flokknum sem hafði heilbryggða stefnuskrá, en hún var ekki beint "pólutískt korekt" og þar með "rasistisk".

Eyðilegginga-starfsemi var stunduð af vinstri öfgaflokkum samfellt í tvo mánuði og var allt atferli and-lýðræðislegt og ógnþrungið, en samkvæmt stjórnarskrá er leyfilegt að andmála á opinberum vettvangi og gerði lögreglan ekkert til að stoppa upphlaup og skemmdarverk.

Þessir flokkar vilja hafa óheftan innflutning á vegabréfslausum múslimum frá Sýrlandi, sem enginn þekkir haus né sporð á og að þeir fái PUT strax,eða davlarleyfi ævilangt. Annað er rasism! Stór hluti þessara flóttamanna eru islamiskir jhaidistar og vinir anti-lýðræðissinnuðu vinstriaflana.

Sem betur fer eru svíar að vakna úr "sossa-dáleiðsluni" og farnir að sjá lygarnar, þöggunina og svikin sem þessir vinstri flokkar hafa matað fólk á í áraraðir. Þessi flokkur vann stórlega á í kosningunum, þrátt fyrir alla þöggun í fjölmiðlum og er vonandi komin til að vera í þessu sjúka sossa-landi.

v.johannsson (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2003
  • Frá upphafi: 1176857

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband