Leita í fréttum mbl.is

Árið 2014 markar djúp spor í Evrópusöguna

Ársins 2014 verður minnst í sögunni fyrir að þá mótmæltu íbúar í ESB-löndunum samrunaþróun Evrópu og þeim aðgerðum sem stjórnmálaforingjar ESB-ríkjanna hafa gripið til. Kosningarnar sýna að um þriðjungur íbúa álfunnar er óhress með þróunina og vilja minna af ESB. 

Andstaðan kemur nánast úr öllum áttum en í nokkrum löndum er hún mest áberandi til hægri og vinstri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Í nýju hefti af tímaritinu The Economist sést að óánægjuflokkar fengu um 40% fylgi í Grikklandi, tæplega 30% í Bretlandi og á Ítalíu, um 25% í Danmörku og Frakklandi og 20% í Austurríki. Um þriðjungur fulltrúa á ESB-þinginu verður andsnúinn ESB-kerfinu.

Þá vekur það athygli að kosningaþátttakan fór niður fyrir 20% í fáeinum löndum og var í heild bara um 50% þrátt fyrir að fólk sé skyldað til að taka þátt í Belgíu og víðar. 

(Smellið tvisvar á myndina til að sjá hana í góðri stærð)

 

WichtigeEuro-Skeptiker

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigtryggur Magnason, Herðubreið, 29.5.2014

 

"Við lifum á hættulegum tímum. Við sjáum það þegar litið er yfir stjórnmálaþróun í Evrópu. Eitrið er farið að seitla upp á yfirborðið og það sums staðar hressilega. Eftirhrunsárin eru okkar eftirstríðsár. Óttinn og reiðin krauma undir og það er á ábyrgð stjórnmálamanna að íslenska þjóðin verði ekki fórnarlamb þeirra. Á tímum sem þessum þurfum við ekki sterka leiðtoga, við þurfum hugsandi réttsýna leiðtoga sem taka sér ekki far með því viðurstyggilegasta í fari manneskjunnar: hatrinu sem er knúið áfram af ótta og vanþekkingu."

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 125
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 1116724

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband