Leita í fréttum mbl.is

Illugi segir umsókn hafa verið feigðarflan

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra telur að litlar forsendur hafi verið til að sækja um aðild að ESB, enda hefur þjóðin ekki verið hlynnt þeirri vegferð. Mikilvægara sé að sinna öðrum málum en að vera að kíkja frekar í reglugerðarpakka ESB. 
 
Sjá hér nánari umfjöllun um sjónarmið Illuga eins og þau birtast á mbl.is: 
 
 
 

For­send­an að vilja í ESB

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og kona hans Brynhildur Einarsdóttir, á Hrafnseyri í dag.stækka

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og kona hans Bryn­hild­ur Ein­ars­dótt­ir, á Hrafns­eyri í dag. Ljós­mynd/​Ill­ugi Gunn­ars­son

„Við hóf­um aðild­ar­viðræður við ESB á mjög veik­um póli­tísk­um grunni, með klofið þing og klofna rík­is­stjórn. Viðræðurn­ar sigldu í strand á síðasta kjör­tíma­bili og á síðasta þingi var lögð fram til­laga um form­leg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að af­greiða.“

Þetta sagði Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í ræðu sem hann flutti á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar for­seta. Þar gerði hann sam­skipti Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins ekki síst að um­fjöll­un­ar­efni sínu. Lagði hann áherslu á að áður en hægt væri að ákveða þess hvort Ísland ætti að hefja viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu í það þyrfti að taka af­stöðu til þess hvort þjóðin vildi taka þátt í þeirri samrunaþróun sem átt hefði sér stað inn sam­bands­ins.

„Ég tel okk­ur Íslend­inga ekki þurfa, né sé það brýn­ast um þess­ar mund­ir, að kíkja náið í reglu­verk ESB til að geta átt upp­lýsta umræðu um stöðu og framtíð ESB og hvort sú framtíð sé ein­mitt sú sem við vilj­um gera að okk­ar og vera aðilar að. Við get­um áreiðan­lega fengið ein­hverj­ar minni­hátt­ar tíma­bundn­ar und­anþágur frá nú­gild­andi reglu­verki; en aðild að ESB er tæp­ast aft­ur­kræf aðgerð. Hitt er veiga­meira og um það þurf­um við að gefa okk­ur tíma til að ræða; erum við sem þjóð reiðubú­in að taka þátt í þeirri veg­ferð sem sann­ar­lega er haf­in inn­an ESB? Við verðum líka að svara þeirri spurn­ingu af hrein­skilni hvaða mögu­leika við get­um átt, 300 þúsund manna þjóð, til að hafa ein­hver telj­andi áhrif á þróun sam­bands­ins. Nógu erfitt sýn­ist það fyr­ir stór og öfl­ug ríki meg­in­lands­ins,“ sagði hann.

Leiðir óumflýj­an­lega til sam­bands­rík­is

Umræðan til þessa hafi því miður verið föst í fjötr­um þeirr­ar hugs­un­ar að ekki væri hægt að ræða þessi mál með upp­lýst­um hætti nema samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið lægi fyr­ir. „Ég tel að það sé mik­il­vægt að við leys­um þessa fjötra og ræðum um og ger­um upp við okk­ur hvort við vilj­um taka þátt í sam­starfi evru­ríkj­anna sem óumflýj­an­lega mun leiða í átt til sam­bands­rík­is, ef það sam­starf á að skila ár­angri. Ætlum við að hoppa upp í þenn­an vagn­inn, vit­andi hvert ferðinni er heitið? Vilj­um við deila veru­leg­um hluta full­veld­is okk­ar með þeim þjóðum sem mynda evru­banda­lagið? Sam­rým­ist það hags­mun­um og sjálfs­mynd okk­ar Ísland­inga í bráð og lengd?“

Ill­ugi sagði að upp­lýst umræða þyrfti að fara fram í þess­um efn­um þar sem spurn­ing­um sem þess­um væri svarað áður en leitað væri eft­ir samn­ingi um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Ekki væri auðvelt að leiða spurn­ing­una um sam­band Íslands við sam­bandið til lykta en það væri engu að síður óumflýj­an­legt verk­efni. Um leið þyrfti að svara þeirri spurn­ingu hverra annarra kosta þjóðin ætti völ á.

„Til þess að svo megi verða þurf­um við að rök­ræða um meg­in­efni máls, átta okk­ur á því að áður en til aðild­ar­viðræðna kem­ur þarf að liggja fyr­ir að meiri­hluti þjóðar­inn­ar vilji taka þátt í samruna­ferli evruland­anna, vilji að Ísland verði hluti af hinu sam­einaða evru­svæði inn­an ESB. Það er hin upp­lýsta umræða sem þarf að fara fram.“ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Illugi hagar seglum eftir vindi. hann segir eitt i dag, en gerir bara sidan eitthvad allt annad a morgun.

Illugi og Bjarni Ben vildu saekja um inngongu i esb 2008 og hvernig getur thu gleymt Sjod 9?

Thetta kallast ad vera otruverdugur stjornmalamadur.

Jónatan Karlsson, 18.6.2014 kl. 06:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var mikið spekulerað í kjölfar hrunsins,fólk var í ,,losti. En stjornmálamenn urðu að vera abyrgir og skoða alla kosti vel,svo að vandlega athuguðu máli,sáu þeir að Esb er ekki fyrir okkur. ....... Og verður aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2014 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband