Leita í fréttum mbl.is

Reiđur Cameron rauk inn á ESB-fund

David Cameron, forsćtisráđherra Breta, er reiđur ţessa dagana yfir ţróuninni í ESB og ţađ var greinilegt ađ reiđin var ekki úr honum rokin er hann fór í hálfgerđu fússi inn á fund  ESB-toppanna í dag, svo sem sjá má í sjónvarpsfréttum BBC.

Cameron hefur veriđ skilinn eftir úti á berangri af leiđtogum Ţýskalands, Svíţjóđar og Hollands sem gáfu honum vilyrđi um stuđning gegn útnefningu Junckers í stöđu forseta framkvćmdastjórnar ESB. Fyrir vikiđ vex óánćgjan í Bretlandi međ ESB.

Í sama fréttatíma og BBC sýndi reiđan Cameron rjúka inn á ESB-fundinn var frétt um ađ mesta áhyggjuefni Breta ţessa dagana vćri frjáls för fólks í ESB. Tekiđ var fram ađ ţetta vćri í fyrsta skipti í langan tíma sem efnahagsmálin vćru ekki ađaláhyggjuefni Bretanna. Jafnframt kemur fram í breskum miđlum ađ óánćgja hafi aukist međ ţá spennu sem fjölmenningarsamfélagiđ skapar.

Á sama tíma eykst ţeim máttur í Bretlandi sem gagnrýna ESB harđlega. Sem dćmi um ţađ eru skrif fréttaskýrandans Leo McKinstry í Daily Express í gćr. Ţar segir McKinstry ađ Juncker, nćsti ćđstráđandi ESB, sé fanatískur federalisti sem hafi veriđ einn af arkítektum evrusvćđisins, sem vilji ađ ESB hafi eigiđ dómsvald, her, lögreglu og skattakerfi. Hann hafi jafnvel mćlt fyrir ţví ađ ţegnar ólíkra landa fengju ađ kjósa í kosningum hverjir hjá öđrum (ekki er ljóst hvort hann hafi átt hugmyndina ađ ţví ađ landsliđ ESB-landa vćru međ ESB-fánann í barminum - kannski eins gott ađ ekki varđ úr ţví miđađ viđ frammistöđu sumra Evrópuliđa á HM núna ...).

Annars segir McKinsey í grein sinni í Daily Express í gćr ađ landamćraeftirlit sé í molum í Bretlandi vegna ESB međ ţeim afleiđingum ađ innflutningur fólks hafi aukist verulega. Um eitt hundrađ ţúsund manns komu ţannig til London á síđasta ári. Komiđ hefur fram ađ margt af ţessu fólki hefur komiđ međ ólöglegum hćtti sem stúdentar, en af allri mannfjölgun í Bretlandi síđasta áriđ hefur um helmingur, eđa tvö hundruđ ţúsund, veriđ vegna innflutnings. Nú sé svo komiđ ađ Bretland sé ađ verđa útnára í ESB.

Međ ţessari frásögn er ekki veriđ ađ taka undir sjónarmiđ McKinsey heldur reyna ađ lýsa ţví hvernig umrćđan er í Bretlandi. Hann segir ađ reglur ESB hafi gert ţađ ađ verkum ađ veriđ sé ađ eyđileggja bresk ţjóđareinkenni en skapa ein einkenni fyrir allt ESB, auk ţess sem veriđ sé ađ íţyngja verulega ýmsum samfélagsstofnunum. Hann minnir á ađ í Ungverjalandi sé ríkisborgararéttur seldur og ađ frá 2011 hafi meira en hálf milljón manna keypt ríkisborgararétt í ESB og hafi ţar međ fengiđ frjálsan ađgang ađ öllum ESB löndum og flestir kjósi ađ leita til Bretlands.

Pistlahöfundurinn segir málamyndagiftingar hafa aukist í ţeim tilgangi ađ fólk geti sest ađ í Bretlandi. Alls hafi 9.100 slík brúđkaup veriđ tilkynnt á síđasta ári. Ţar á međal voru hjónabönd kvenna í Búlgaríu sem fluttust til Bretlands til ţess eins ađ ganga í málamyndahjónaband viđ Pakistana í Bretlandi.

Svona er umrćđan í Bretlandi. Kannski má ekki segja frá eđa rćđa svona hluti annars stađar.

Alltént ţykir ţessum ívitnađa pistlahöfundi ađ Juncker og ađrir af ţví tagi vilji eyđa öllum sérkennum Evrópuţjóđa og búa til nýja ţjóđ sambandsríkis ESB.

Ţannig er nú ţađ. Og ţess vegna vann UKIP kosningarnar í Bretlandi í vor og ţess vegna eru Bretar, eins og stađan er nú, á leiđ út úr ESB. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vćri ekki best fyrir ESB ađ Bretland fćri út? De Gaulle var á sínum tíma mjög á móti ţví ađ fá Breta inn í ESB.

Cameron er hins vegar ekki ţeirrar skođunar ađ ţađ vćri best fyrir Bretland. Hann neyddist hins vegar til ađ lofa ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ 1917 ef ekki fengjust umbćtur fyrir Breta.

Cameron rćr ţví pólitískan lífróđur og er farinn ađ örvćnta um ađ ţćr breytingar sem Bretar vilja fá náist í gegn.

Bretar eru ađeins ein ţjóđ af tuttugu og átta í ESB. Ţeir stjórna ekki ESB frekar en hver önnur einstök ţjóđ í ESB.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 27.6.2014 kl. 14:12

2 identicon

2017 á ţetta auđvitađ ađ vera.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 27.6.2014 kl. 15:13

3 identicon

Heimssýn á hrós skiliđ fyrir baráttu sína í Evrópumálum. Cameron er réttilega reiđur enda hafa Bretar aldrei komiđ neinu hjartans hagsmunamáli í gegn hjá ráđherraráđi, né á öđrum vettvangi ESB. Ţeir hafa hinsvegar ţurft ađ borga mjög mikiđ međ sér inn í Evrópusambandiđ. Ţeirra hagsmunum, jafnt sem allra ríkja hagsmunum er betur borgiđ utan stjórnsýsluskrímslisins í Brussel. Ţađ á ađ loka ţeirri sjoppu endanlega eins menn loka yfirleitt gjaldţrota búllum.

júlía (IP-tala skráđ) 27.6.2014 kl. 15:16

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vill heimssýn ekki bara ganga í Cameron?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2014 kl. 17:21

5 identicon

"Europa-Debatte: Gauck warnt vor Rückfall in Nationalstaaterei."

Slóđin fyrir neđan. Ţörf lesning fyrir ţröngsýna heimssýninga og öldungardeild tebođsins, sem láta íslensku peningamafíuna draga sig á asnaeyrunum.

http://www.spiegel.de/politik/deutschland/joachim-gauck-bundespraesident-warnt-eu-vor-nationalstaaterei-a-977901.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 27.6.2014 kl. 18:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband