Leita í fréttum mbl.is

Evran hefđi bara átt ađ vera smámynt!

Fyrrverandi seđlabankastjóri á Kýpur segir hagstjórnarmistök hafa veriđ gerđ á evrusvćđinu og ađ hagur ríkjanna muni ekki vćnkast í bráđ. Ţađ er ljóst ađ evrunni var ţvingađ á ţjóđir álfunnar af tiltölulega fámennum hópi ćđstu stjórnenda ríkjanna sem létu varúđarorđ margra sérfrćđinga um ađ svćđiđ vćri ekki hagkvćmt myntsvćđi sér í léttu rúmi liggja.
 
Flestir sjá nú ađ ţađ voru mistök ađ hafa evrusvćđiđ svo stórt. Í raun hefđi svćđiđ í byrjun ekki átt ađ ná til fleiri landa en Ţýskalands, Austurríkis og Beneluxlandanna. Frakkar eiga meira ađ segja í basli vegna evrunnar. Mikil mistök voru svo gerđ í hagstjórn ţegar óumflýjanlegur efnahagsvandi leit dagsins ljós vegna mismunandi hagţróunar sem átti ekki ađ vera möguleg samkvćmt heittrúuđum evrubođberum. Samt skal evran breidd út víđar til ađ auka áhrifasvćđi ESB.
 
Evran er dćmi um ţađ ţegar ákafur og valdamikill hópur sem hefur ofurtrú á eigin ágćti tekur ákvarđanir án ţess ađ taka tillit til annarra. Og nú á ađ ţétta lekann á ţessu risaskipi sem ekki lćtur ađ stjórn. Ţađ eru ekki einungis fjölmörg svokölluđ Evrópustofuverkefni međ evruklístursmerkjum og skiltum upp um alla koppa og grundir, allt frá Kýpur og Möltu til Rovaniemi og Reykjavíkur sem eiga ađ bćta ímynd ESB og evrunnar. Hugmyndin um evrumerkiđ á landsliđstreyjur knattspyrnumanna er ekki dauđ ţótt hún hafi veriđ svćfđ! Evrusinnar í mörgum löndum beita opinberum stofnunum og fjölmiđlum til stuđnings evrunni og nú skal sótt inn á sviđ ríkisfjármála og skatta til ađ styđja viđ evruna.
 
Annars hljómar fréttin á RUV sem er tilefni ţessara skrifa svona:  
 

Stjórnvöldum á evrusvćđinu mistókst ađ vinna í sameiningu ađ lausn evrukreppunnar. Ţađ voru verstu afglöpin sem gerđ voru í kreppunni, segir fyrrverandi seđlabankastjóri Kýpur.

Fá teikn eru um ađ hagkerfi evruríkjanna komist á flug í bráđ. Nýlega ákvađ evrópski seđlabankinn ađ gera stýrivexti neikvćđa til ađ reyna ađ koma hreyfingu á fé í lognmollunni sem einkennt hefur hagkerfi margra evruríkja. 

Athanasios Orphanides, frćđimađur og fyrrverandi seđlabankastjóri á Kýpur og fyrrverandi stjórnarmađur í evrópska seđlabankanum, hélt erindi í dag á ráđstefnu um eftirköst alţjóđlegu fjármálakreppunnar. Hann segir ađ ástandiđ á evrusvćđinu sé sorglegt. „Stćrstu mistökin voru ađ ríkisstjórnir evrusvćđisins gátu ekki unniđ saman til ađ draga úr heildarútgjöldum kreppunnar.“

Orphanides segir ađ oft hafi ákvarđanir einkennst af ţrćtum stjórnvalda um hvađa ríki ćttu ađ taka á sig tapiđ, í stađ ţess ađ vinna ađ sameiginlegum hagsmunum. „Vandinn er sá ađ ESB er lauslegt ríkjabandalag og ţess vegna er engin einföld leiđ til ađ leysa vandann.“

Orphanides segir ađ stjórnvöld standi frammi fyrir mörgum áskorunum. Eitt vandamáliđ viđ sameiginlega evrópska bankakerfiđ sé ađ sumir bankar hafi ekki notiđ trausts, einungis vegna ţess ađ ţeir hafi starfađ í löndum ţar sem ríkisfjármálin hafi veriđ í ólestri. Hann segir ađ ţetta hefđi veriđ hćgt ađ leysa međ ţví ađ koma á fót sameiginlegu innstćđutryggingakerfi, eins og í Bandaríkjunum. „Allir Evrópubúar vita ađ ţetta er ein leiđ til ađ leysa ţetta tiltekna vandamál. Ég nefni hana sem dćmi vegna ţess ađ ţrátt fyrir áralangar umrćđur neita sumar ríkisstjórnir evrusvćđisins ađ samţykkja ţessa lausn og okkur miđar ekkert áfram.“ 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök?

Ţađ var vitađ fyrir upptöku evru ađ sameiginlegur gjaldmiđill gćti aldrei fönkerađ nema um fullgillt ríki líkt og USA vćri ađ rćđa, upptaka evru var skref í ţá átt.

L.T.D. (IP-tala skráđ) 4.7.2014 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2426
  • Frá upphafi: 1165800

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2107
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband