Leita í fréttum mbl.is

Mistök að taka upp evru

Virtur hagfræðiprófessor hvetur Íslendinga til að taka ekki upp evru. Hann hefur auk þess reynslu sem fyrrverandi seðlabankastjóri á Kýpur. Hann telur evruvæðinguna hafa verið mikil mistök og stór vandamál óleyst.
 
Af fréttum að dæma virðist
 þessi hagfræiprófessor gleyma einu grundvallaratriði: Evran skapaði hefðbundin markaðsmistök (moral hazard) á Kýpur og víðar.  Kýpverjar, Grikkir og fleiri þjóðir voru almennt af lánsfjármörkuðum taldir jafn góðir lántakendur og Þjóðverjar og fengu mun lægri vexti fyrir vikið. Aðilar á lánsfjármarkaði höfðu í raun ekki nógu góðar upplýsingar um hag einstaklinga og hins opinbera í þessum löndum til að geta metið áhættu rétt. Fyrir vikið varð skuldasöfnum miklu meiri og í samdrættinum eftir kreppuna eiga þeir erfitt með að greiða af sínum skuldum. 
 
Svo greinir mbl.is frá: 
 
 

Yrðu mis­tök að taka upp evru

Athanasios Orphanides var bankastjóri Seðlabanka Kýpurs á árunum 2007 til 2012 og sat á sama ...stækka

At­hanasi­os Orp­hani­des var banka­stjóri Seðlabanka Kýp­urs á ár­un­um 2007 til 2012 og sat á sama tíma í bankaráði Evr­ópska seðlabank­ans. Áður hafði hann starfað hjá Seðlabanka Banda­ríkj­anna. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, seg­ir að hinn póli­tíski óstöðug­leiki í Evr­ópu sé slík­ur að það væru mis­tök fyr­ir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evru­svæðið und­ir nú­ver­andi kring­um­stæðum.

„Ef ekki finnst lausn á kerf­is­göll­um evru­svæðis­ins, þannig að rík­is­stjórn­ir álf­unn­ar geti unnið í sam­ein­ingu, þá er það ekki nein­um ríkj­um í hag að taka upp evr­una,“ seg­ir hann í viðtali við ViðskiptaMogg­ann, sem út kom í dag.

Orp­hani­des tel­ur það hafa verið viðeig­andi að setja gjald­eyr­is­höft á Íslend­inga á sín­um tíma til að koma í veg fyr­ir enn stærra geng­is­hrun krón­unn­ar. Önnur staða hafi hins veg­ar verið uppi á Kýp­ur þegar ströng höft voru sett þar í mars í fyrra. „Það var al­farið póli­tísk ákvörðun. Frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli var það ónauðsyn­legt,“ seg­ir Orp­hani­des. 

mbl.is Yrðu mistök að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband