Leita í fréttum mbl.is

Mistök að taka upp evru

Virtur hagfræðiprófessor hvetur Íslendinga til að taka ekki upp evru. Hann hefur auk þess reynslu sem fyrrverandi seðlabankastjóri á Kýpur. Hann telur evruvæðinguna hafa verið mikil mistök og stór vandamál óleyst.
 
Af fréttum að dæma virðist
 þessi hagfræiprófessor gleyma einu grundvallaratriði: Evran skapaði hefðbundin markaðsmistök (moral hazard) á Kýpur og víðar.  Kýpverjar, Grikkir og fleiri þjóðir voru almennt af lánsfjármörkuðum taldir jafn góðir lántakendur og Þjóðverjar og fengu mun lægri vexti fyrir vikið. Aðilar á lánsfjármarkaði höfðu í raun ekki nógu góðar upplýsingar um hag einstaklinga og hins opinbera í þessum löndum til að geta metið áhættu rétt. Fyrir vikið varð skuldasöfnum miklu meiri og í samdrættinum eftir kreppuna eiga þeir erfitt með að greiða af sínum skuldum. 
 
Svo greinir mbl.is frá: 
 
 

Yrðu mis­tök að taka upp evru

Athanasios Orphanides var bankastjóri Seðlabanka Kýpurs á árunum 2007 til 2012 og sat á sama ...stækka

At­hanasi­os Orp­hani­des var banka­stjóri Seðlabanka Kýp­urs á ár­un­um 2007 til 2012 og sat á sama tíma í bankaráði Evr­ópska seðlabank­ans. Áður hafði hann starfað hjá Seðlabanka Banda­ríkj­anna. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, seg­ir að hinn póli­tíski óstöðug­leiki í Evr­ópu sé slík­ur að það væru mis­tök fyr­ir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evru­svæðið und­ir nú­ver­andi kring­um­stæðum.

„Ef ekki finnst lausn á kerf­is­göll­um evru­svæðis­ins, þannig að rík­is­stjórn­ir álf­unn­ar geti unnið í sam­ein­ingu, þá er það ekki nein­um ríkj­um í hag að taka upp evr­una,“ seg­ir hann í viðtali við ViðskiptaMogg­ann, sem út kom í dag.

Orp­hani­des tel­ur það hafa verið viðeig­andi að setja gjald­eyr­is­höft á Íslend­inga á sín­um tíma til að koma í veg fyr­ir enn stærra geng­is­hrun krón­unn­ar. Önnur staða hafi hins veg­ar verið uppi á Kýp­ur þegar ströng höft voru sett þar í mars í fyrra. „Það var al­farið póli­tísk ákvörðun. Frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli var það ónauðsyn­legt,“ seg­ir Orp­hani­des. 

mbl.is Yrðu mistök að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 968244

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband